Tilfinningaþrungin ræða á þingi SÞ: „Stolt, fötluð, og óendanlega þakklát“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júní 2025 22:27 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sótti árlegan fund Sameinuðu þjóðanna um samning þeirra um réttindi fatlaðs fólks. Skjáskot „Dömur mínar og herrar. Ég heiti Inga Sæland. Ég er lögblind. Ég hef minna en 10 prósent sjón, hef aldrei ekið bíl eða séð haustlitina. En ég er félags- og húsnæðismálaráðherra - fyrsta manneskjan með fötlun sem gegnir ráðherraembætti á Íslandi.“ Með þessum orðum hóf Inga Sæland ræðu sem hún hélt á árlegum fundi aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú er hafið í New York. Í ávarpi sínu fór Inga yfir lífshlaup sitt og sagði frá sinni eigin fötlun og áskorunum sem hún hefur mætt sökum hennar. „Ég mun aldrei eignast eiginmann eða börn“ „Þegar ég var barn, veiktist ég alvarlega og missti nánast alla sjón.“ „Ég ólst upp í litlu sjávarplássi og skammaðist mín fyrir að vera blind. Ég var öðruvísi – og var lögð í einelti. Ég gat ekki varið mig, sá hvorki snjóboltana né steinana sem var kastað í mig. Mig dreymdi um menntun en ég sá ekki stafina í kennslubókunum og flosnaði upp úr skóla,“ sagði hún. „Svona verður þetta að eilífu. Ég mun aldrei eiga eiginmann eða eignast börn.“ Segir hún svo frá því að hún hafi kynnst eiginmanni sínum og eignast með honum fjögur börn. Maður hennar hafi svo lent í slysi og orðið öryrki. Inga Sæland ásamt Eiði Welding, fulltrúa ungÖBÍ, og Önnu Jóhannsdóttur, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.Stjórnarráðið „Fátæktin var miskunnarlaus. Sonur minn var efnilegur fótboltamaður en við höfðum ekki efni á skóm. Hann spilaði í gömlum skóm sem voru svo þröngir að táneglurnar duttu af honum. Litlu stelpuna mína dreymdi um að læra á fiðlu en það var utan seilingar. Elsta son minn langaði til að halda áfram námi en við áttum ekki fyrir strætókorti til að hann kæmist í skólann.“ Stolt, fötluð og þakklát Inga segir svo frá því að hún hafi áratugum saman upplifað að hún ætti ekki stað í samfélaginu, en loksins hafi hindrunum verið rutt úr vegi. Hún hafi fengið akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og fengið aðstoð við að sjá orðin á blaðinu. „Þökk sé þessu lauk ég laganámi þegar ég var 56 ára!“ sagði hún og uppskar lófatak. „Reynsla mín hefur kennt mér að þegar við breytum viðhorfi samfélagsins gagnvart fötlun getum við breytt lífi fólks og opnað nýjar dyr. Draumar mínir rættust þökk sé stuðningnum sem ég fékk – og réttindunum sem ég fékk loksins að njóta. Réttindunum sem þessi sáttmáli – sem er mér svo kær – setur svo skýrt fram,“ sagði hún. „Og hér er ég nú. Tilbúin að brjóta niður múrana sem enn hamla því að fatlað fólk fái virkjað allan sinn mannauð.“ „Stolt. Fötluð. Og óendanlega þakklát.“ „Ekkert um okkur án okkar. Takk fyrir.“ Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Með þessum orðum hóf Inga Sæland ræðu sem hún hélt á árlegum fundi aðildarríkja Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú er hafið í New York. Í ávarpi sínu fór Inga yfir lífshlaup sitt og sagði frá sinni eigin fötlun og áskorunum sem hún hefur mætt sökum hennar. „Ég mun aldrei eignast eiginmann eða börn“ „Þegar ég var barn, veiktist ég alvarlega og missti nánast alla sjón.“ „Ég ólst upp í litlu sjávarplássi og skammaðist mín fyrir að vera blind. Ég var öðruvísi – og var lögð í einelti. Ég gat ekki varið mig, sá hvorki snjóboltana né steinana sem var kastað í mig. Mig dreymdi um menntun en ég sá ekki stafina í kennslubókunum og flosnaði upp úr skóla,“ sagði hún. „Svona verður þetta að eilífu. Ég mun aldrei eiga eiginmann eða eignast börn.“ Segir hún svo frá því að hún hafi kynnst eiginmanni sínum og eignast með honum fjögur börn. Maður hennar hafi svo lent í slysi og orðið öryrki. Inga Sæland ásamt Eiði Welding, fulltrúa ungÖBÍ, og Önnu Jóhannsdóttur, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.Stjórnarráðið „Fátæktin var miskunnarlaus. Sonur minn var efnilegur fótboltamaður en við höfðum ekki efni á skóm. Hann spilaði í gömlum skóm sem voru svo þröngir að táneglurnar duttu af honum. Litlu stelpuna mína dreymdi um að læra á fiðlu en það var utan seilingar. Elsta son minn langaði til að halda áfram námi en við áttum ekki fyrir strætókorti til að hann kæmist í skólann.“ Stolt, fötluð og þakklát Inga segir svo frá því að hún hafi áratugum saman upplifað að hún ætti ekki stað í samfélaginu, en loksins hafi hindrunum verið rutt úr vegi. Hún hafi fengið akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og fengið aðstoð við að sjá orðin á blaðinu. „Þökk sé þessu lauk ég laganámi þegar ég var 56 ára!“ sagði hún og uppskar lófatak. „Reynsla mín hefur kennt mér að þegar við breytum viðhorfi samfélagsins gagnvart fötlun getum við breytt lífi fólks og opnað nýjar dyr. Draumar mínir rættust þökk sé stuðningnum sem ég fékk – og réttindunum sem ég fékk loksins að njóta. Réttindunum sem þessi sáttmáli – sem er mér svo kær – setur svo skýrt fram,“ sagði hún. „Og hér er ég nú. Tilbúin að brjóta niður múrana sem enn hamla því að fatlað fólk fái virkjað allan sinn mannauð.“ „Stolt. Fötluð. Og óendanlega þakklát.“ „Ekkert um okkur án okkar. Takk fyrir.“
Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira