Örvæntingafullir endó-sjúklingar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. júní 2025 08:32 Það var átakanlegt að hlusta á viðtal Ríkisútvarpsins við unga konu með endómetríósu, endó. Konan er þjökuð af verkjum en fékk ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en eftir að hafa gengið á milli lækna í sex ár og verið send heim ítrekað með verkjalyf. Greiningin fékkst loksins á Klíníkinni, en talið er að allt að tíu prósent kvenna þjáist af endó. Í umfjöllun RÚV um málið kom fram að verið sé að semja um greiðsluþátttöku fyrir 100 aðgerðir sem þegar hafa verið framkvæmdar á Klíníkinni. Þegar eru um 100 konur til viðbótar á biðlista eftir aðgerð þar. Því er útlit fyrir að þær þurfi að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna úr eigin vasa, vilji þær fá lausn sinna mála á þessu ári. Endósamtökin, samtök sjúklinga með sjúkdóminn, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu. Aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu háð efnahag Á dögunum tók ég upp stöðu þessa viðkvæma sjúklingahóps í sérstakri umræðu um heilbrigðismál í þinginu. Þrautarganga sjúklinga með endó hefur verið með slíkum ólíkindum. Sjúkdómurinn getur valdið hryllilegum verkjum og ófrjósemi og þar til á síðasta kjörtímabili biðu konur lengi – sárþjáðar - eftir opinberri heilbrigðisþjónustu. Langt umfram viðmiðunarmörk landlæknis. Þær sem höfðu efni á, og reyndar líka þær sem höfðu það ekki, gáfust upp á biðinni og greiddu einkaaðilum háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ákalli til stjórnvalda sögðu Endósamtökin það vera nöturlega staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á Íslandi færi eftir efnahag. Heilbrigðisráðherra Viðreisnar prófaður Mikil bót varð á málum á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra samdi við einkaaðila um þjónustu endó-sjúklinga. Með því styttust biðlistar og endó-sjúklingar urðu jafnsettir í íslensku heilbrigðiskerfi, óháð efnahag. Stjórnmálamenn segjast gjarnan leggja áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og því er staðan sem nú er komin upp mikill prófsteinn á störf nýs heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller. Staðan er sömuleiðis prófsteinn á Samfylkinguna sem hefur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið í sínum málflutningi, en ekki síður á Viðreisn sem ber ábyrgð á setu Ölmu í þessari ríkisstjórn. Mun nýr heilbrigðisráðherra hugsa um hag endó-sjúklinga? Eða munu gamaldags hugsun og fordómar í garð einkaaðila byrgja henni sýn? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Kvenheilsa Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var átakanlegt að hlusta á viðtal Ríkisútvarpsins við unga konu með endómetríósu, endó. Konan er þjökuð af verkjum en fékk ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en eftir að hafa gengið á milli lækna í sex ár og verið send heim ítrekað með verkjalyf. Greiningin fékkst loksins á Klíníkinni, en talið er að allt að tíu prósent kvenna þjáist af endó. Í umfjöllun RÚV um málið kom fram að verið sé að semja um greiðsluþátttöku fyrir 100 aðgerðir sem þegar hafa verið framkvæmdar á Klíníkinni. Þegar eru um 100 konur til viðbótar á biðlista eftir aðgerð þar. Því er útlit fyrir að þær þurfi að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna úr eigin vasa, vilji þær fá lausn sinna mála á þessu ári. Endósamtökin, samtök sjúklinga með sjúkdóminn, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu. Aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu háð efnahag Á dögunum tók ég upp stöðu þessa viðkvæma sjúklingahóps í sérstakri umræðu um heilbrigðismál í þinginu. Þrautarganga sjúklinga með endó hefur verið með slíkum ólíkindum. Sjúkdómurinn getur valdið hryllilegum verkjum og ófrjósemi og þar til á síðasta kjörtímabili biðu konur lengi – sárþjáðar - eftir opinberri heilbrigðisþjónustu. Langt umfram viðmiðunarmörk landlæknis. Þær sem höfðu efni á, og reyndar líka þær sem höfðu það ekki, gáfust upp á biðinni og greiddu einkaaðilum háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ákalli til stjórnvalda sögðu Endósamtökin það vera nöturlega staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á Íslandi færi eftir efnahag. Heilbrigðisráðherra Viðreisnar prófaður Mikil bót varð á málum á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra samdi við einkaaðila um þjónustu endó-sjúklinga. Með því styttust biðlistar og endó-sjúklingar urðu jafnsettir í íslensku heilbrigðiskerfi, óháð efnahag. Stjórnmálamenn segjast gjarnan leggja áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og því er staðan sem nú er komin upp mikill prófsteinn á störf nýs heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller. Staðan er sömuleiðis prófsteinn á Samfylkinguna sem hefur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið í sínum málflutningi, en ekki síður á Viðreisn sem ber ábyrgð á setu Ölmu í þessari ríkisstjórn. Mun nýr heilbrigðisráðherra hugsa um hag endó-sjúklinga? Eða munu gamaldags hugsun og fordómar í garð einkaaðila byrgja henni sýn? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun