Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 07:55 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen eru nú í haldi Ísraelsher. Hér er skjáskot úr myndbandi af hermönnum færa þeim samlokur og vatn. Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Madleen lagði af stað til Gasa 1. júní fyrir rúmri viku síðan. Markmiðið með ferðinni var að rjúfa ellefu vikna herkví sem Ísraelsmenn hafa sett Palestínu í, færa Palestínubúum helstu nauðsynjar og um leið mótmæla hernaði Ísraels í Palestínu. Báturinn kom að ströndum Gasa seint í gærkvöldi. Drónar Ísraelshers sveimuðu yfir bátnum áður en ísraelskir hermenn fóru um borð og handtóku áhöfnina um eittleytið í nótt. AP greinir frá. Frelsisflotabandalagið (e. The Freedom Flotilla Coalition), sem skipulögðu ferð Madleen, segja að aðgerðasinnunum hafi verið „rænt af Ísraelsher“ meðan þeir reyndu í örvæntingu að koma nauðsynjavörum á svæðið. „Farið var ólöglega um borð í bátinn, óvopnaðri áhöfn hans rænt og bráðnauðsynlegur farmurinn, þar á meðal barnaformúla, matur og sjúkravörur, gerðu upptækur,“ sagði í tilkynningum frá samtökunum á X. SOS! the volunteers on 'Madleen' have been kidnapped by Israeli forces.Greta Thunberg is a Swedish citizen.Pressure their foreign ministries and help us keep them safe!Web: https://t.co/uCGmx8sn8jX : @SweMFAFB : @SweMFAIG : swedishmfa#AllEyesOnMadeleen pic.twitter.com/76Myrg2Bnz— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) June 9, 2025 „Ef þú sérð þetta myndskeið þá höfum við verið stöðvuð og okkur rænt á alþjóðlegu hafsvæði af ísraelska hernum,“ sagði Thunberg í myndbandi sem samtökin birtu á X. Tólf slík myndbönd birtust á miðlinum, eitt af hverjum aðgerðasinna um borð. „Ég hvet alla vini mína, fjölskyldu og félaga til að setja þrýsting á sænsku ríkisstjórnina um að frelsa mig og hina eins fljótt og auðið er,“ sagði Thunberg einnig í myndbandinu. Farþegar „sjálfusnekkjunnar“ væru öruggir og á leið heim til sín Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur tjáð sig opinberlega um Madleen á X og lýst ferðalagi bátsins sem fjölmiðlabrellu og bátnum sjálfum sem „sjálfusnekkju fræga fólksins“. Þá sagði í færslu utanríkisráðuneytisins að báturinn væri á leið til Ísrael og farþegunum yrði síðan komið örugglega til heimalanda sinna Þá sagði jafnframt að um borð í bátnum hafi verið minna af nauðsynjavörum en í einum trukk. Til væru aðrar leiðir til að koma nauðsynjavörum á Gasaströndinni, „þær innihalda ekki Instagram-sjálfur.“ „Hið pínulitla magn af nauðsynjavöru sem var á snekkjunni og var ekki borða af „fræga fólkinu“ verður flutt til Gasa gegnum raunverulegar mannúðarleiðir,“ sagði í færslu ráðuneytisins á X. All the passengers of the ‘selfie yacht’ are safe and unharmed. They were provided with sandwiches and water. The show is over. pic.twitter.com/tLZZYcspJO— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025 Í annarri færslu sagði að allir farþegar skútunnar væru óskaddaðir, þeir hefðu fengið samlokur og vatn. „Greta Thunberg er þessa stundina á leið til Ísraels, örugg og í góðu skapi,“ sagði í annarri færslu. Greta Thunberg is currently on her way to Israel, safe and in good spirits. pic.twitter.com/pjWSr0lOsE— Israel Foreign Ministry (@IsraelMFA) June 9, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Svíþjóð Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira