„Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri eftir sextíu mínútur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2025 21:58 Guðlaugur Victor Pálsson fagnar marki sínu í kvöld. Getty/Steve Welsh/ Guðlaugur Victor Pálsson innsiglaði sigur íslenska liðsins á Skotum í kvöld þegar hann skoraði þriðja markið með flugskalla. „Mér líður bara vel en er svolítið þreyttur. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Guðlaugur Victor. „Það var skemmtilegt að spila hérna. Flottur völlur og gaman að vinna,“ sagði Guðlaugur Victor. Örugglega ekki leiðinlegt að skora svona mark líka? „Það er alltaf gaman að skora og hvað þá fyrir Ísland. Það er geggjað,“ sagði Guðlaugur Victor en hefur hann skorað mörg mörk sem svona flugskalla. Klippa: „Allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur“ „Ég er ekki búinn að sjá markið. Ég er ekki vanur að vera í flugsköllunum og ég þarf að sjá þetta aftur,“ sagði Guðlaugur Victor. Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri Hann átti svolítið erfitt með sig í seinni hálfleiknum. „Það er frekar vandræðalegt að fá krampa í bæði aftanverð læri eftir sextíu mínútur. Ég verð að viðurkenna það. Það er langt síðan ég spilaði en ég þarf að fara í einhverja naflaskoðun,“ sagði Guðlaugur Victor. Hvað er búið að breytast hjá liðinu fyrir þennan leik frá þessum erfiða glugga í mars? „Það var margt jákvætt sem maður gat tekið úr Kósóvó leikjunum. Við vissum það þegar við byrjuðum í síðasta verkefni að Arnar ætlaði að nota þessa tvo fyrstu glugga til að slípa þetta til og púsla þessu saman,“ sagði Guðlaugur Victor. „Auðvitað var hinn glugginn alls ekki góður heilt yfir en það voru hlutir sem við tókum með okkur úr honum. Það er búið að vera mikið af fundum og farið yfir mörg atriði á æfingum,“ sagði Guðlaugur Victor. Allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur „Þetta tekur smá tíma en í dag náðum við að sýna framfarir sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Guðlaugur Victor. „Ég veit að þetta er æfingarleikur og allt það. Æfingarleikir eru öðruvísi og það er bara þannig. Fyrir okkur og fyrir okkar sjálfstraust til að taka með til Belfast og síðan fram í september þá eru allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
„Mér líður bara vel en er svolítið þreyttur. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Guðlaugur Victor. „Það var skemmtilegt að spila hérna. Flottur völlur og gaman að vinna,“ sagði Guðlaugur Victor. Örugglega ekki leiðinlegt að skora svona mark líka? „Það er alltaf gaman að skora og hvað þá fyrir Ísland. Það er geggjað,“ sagði Guðlaugur Victor en hefur hann skorað mörg mörk sem svona flugskalla. Klippa: „Allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur“ „Ég er ekki búinn að sjá markið. Ég er ekki vanur að vera í flugsköllunum og ég þarf að sjá þetta aftur,“ sagði Guðlaugur Victor. Vandræðalegt að fá krampa í bæði læri Hann átti svolítið erfitt með sig í seinni hálfleiknum. „Það er frekar vandræðalegt að fá krampa í bæði aftanverð læri eftir sextíu mínútur. Ég verð að viðurkenna það. Það er langt síðan ég spilaði en ég þarf að fara í einhverja naflaskoðun,“ sagði Guðlaugur Victor. Hvað er búið að breytast hjá liðinu fyrir þennan leik frá þessum erfiða glugga í mars? „Það var margt jákvætt sem maður gat tekið úr Kósóvó leikjunum. Við vissum það þegar við byrjuðum í síðasta verkefni að Arnar ætlaði að nota þessa tvo fyrstu glugga til að slípa þetta til og púsla þessu saman,“ sagði Guðlaugur Victor. „Auðvitað var hinn glugginn alls ekki góður heilt yfir en það voru hlutir sem við tókum með okkur úr honum. Það er búið að vera mikið af fundum og farið yfir mörg atriði á æfingum,“ sagði Guðlaugur Victor. Allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur „Þetta tekur smá tíma en í dag náðum við að sýna framfarir sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Guðlaugur Victor. „Ég veit að þetta er æfingarleikur og allt það. Æfingarleikir eru öðruvísi og það er bara þannig. Fyrir okkur og fyrir okkar sjálfstraust til að taka með til Belfast og síðan fram í september þá eru allir þessir litlu sigrar eru mikilvægir fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira