„Spenntur að spila á móti svona stórum gæjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 21:47 Hákon Arnar Haraldsson mætti á blaðamannafund daginn fyrir leik, fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. Getty/ Alan Harvey Hákon Arnar Haraldsson kemur endurnærður til móts við íslenska landsliðið í fótbolta eftir frí á Krít og heimsókn heim á Akranes. Hann er spenntur fyrir leik á móti Skotum annað kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
„Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira