Jöklar hér á landi minnkað um eina Lúxemborg Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júní 2025 23:31 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. vísir/bjarni Um 50 jöklar hafa nú þegar horfið hér á landi og heldur hopun þeirra áfram að hraðast sökum loftslagsbreytinga. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir einn fallegasta jökul Austurlands vera meðal þeirra næstu í röðinni til að hverfa. Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira