SFF hafna ásökunum bifreiðaeigenda Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 15:57 Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, þykir miður að Félag íslenskra bifreiða hafi sett mál sitt fram „með þessum hætti“. Vísir/Ívar Fannar Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafna ásökunum Félags íslenskra biðfreiðaeigenda, um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Félagið kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings SFF. Greint var frá því í morgun að Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins (SKE) undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). FÍB sakaði samtökin um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði eftir að hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. „Kvörtunin kemur okkur hjá SFF á óvart,“ er haft eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra SFF, í yfirlýsingu sem SFF sendi fréttastofu. SFF hafna þar alfarið að samtökin hafi hvatt til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni eða brotið samkeppnislög. Málið varðar meintar rangfærslur Gústafs Steingrímssonar, hagfræðings SFF, í viðtali í Morgunblaðinu. Hagfræðingurinn sagði m.a. að meðalafkoma íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafi verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. FÍB taldi fullyrðingar hagfræðingsins rangar eða villandi og vísaði til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. SFF hafnar því og „þykir miður að FÍB hafi valið að setja mál sitt fram með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. SFF benda á að umfjöllunin sem FÍB vísar til hafi falið í sér samantekt á tölfræði um tryggingarekstur innan einstakra Evrópuríkja frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA) sem hafi að miklu leyti áður verið birt opinberlega hér á landi og sé öllum aðgengileg á vef EIOPA. Í viðtalinu við hagfræðing SFF væri ekkert vikið að verðlagningu, þjónustustigi, vöruframboði eða kjörum vátryggingafélaga, eða samkeppni milli þeirra að öðru leyti. „Þá er í greininni ekki að finna nein skilaboð eða hvatningu til vátryggingafélaga um tiltekna háttsemi eða aðgerðir,“ er enn fremur haft eftir Heiðrúnu. Skýrt komi fram í fréttinni að líftryggingar séu undanskildar í tölfræði EIOPA en með því fæst yfirlit yfir afkomu skaðatrygginga milli Evrópulanda. Alþjóðleg hefð sé fyrir því að skipta tölfræði um vátryggingar í annars vegar líftryggingar og hins vegar samtölu allra annarra vátrygginga rétt eins og EIOPA tölurnar gera. Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins (SKE) undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). FÍB sakaði samtökin um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði eftir að hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. „Kvörtunin kemur okkur hjá SFF á óvart,“ er haft eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra SFF, í yfirlýsingu sem SFF sendi fréttastofu. SFF hafna þar alfarið að samtökin hafi hvatt til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni eða brotið samkeppnislög. Málið varðar meintar rangfærslur Gústafs Steingrímssonar, hagfræðings SFF, í viðtali í Morgunblaðinu. Hagfræðingurinn sagði m.a. að meðalafkoma íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafi verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. FÍB taldi fullyrðingar hagfræðingsins rangar eða villandi og vísaði til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. SFF hafnar því og „þykir miður að FÍB hafi valið að setja mál sitt fram með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. SFF benda á að umfjöllunin sem FÍB vísar til hafi falið í sér samantekt á tölfræði um tryggingarekstur innan einstakra Evrópuríkja frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA) sem hafi að miklu leyti áður verið birt opinberlega hér á landi og sé öllum aðgengileg á vef EIOPA. Í viðtalinu við hagfræðing SFF væri ekkert vikið að verðlagningu, þjónustustigi, vöruframboði eða kjörum vátryggingafélaga, eða samkeppni milli þeirra að öðru leyti. „Þá er í greininni ekki að finna nein skilaboð eða hvatningu til vátryggingafélaga um tiltekna háttsemi eða aðgerðir,“ er enn fremur haft eftir Heiðrúnu. Skýrt komi fram í fréttinni að líftryggingar séu undanskildar í tölfræði EIOPA en með því fæst yfirlit yfir afkomu skaðatrygginga milli Evrópulanda. Alþjóðleg hefð sé fyrir því að skipta tölfræði um vátryggingar í annars vegar líftryggingar og hins vegar samtölu allra annarra vátrygginga rétt eins og EIOPA tölurnar gera.
Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira