„Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2025 13:16 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir stöðuna á fundi í dag en næsta stýrivaxtaákvörðun verður í ágúst. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“ Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“
Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira