Saka hagfræðing SFF um að reyna að draga úr samkeppni í tryggingum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 09:47 Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. FÍB er ósátt við ummæli hans í nýlegu fjölmiðlaviðtali. SFF Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem það telur að hafi verið tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. Ummælin sem Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur SFF, lét falla um vátryggingamarkaðinn féllu í viðtali við Morgunblaði um miðjan maí. Sagði hann meðalafkomu íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafa verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. Ísland hefði verið eina landið af þrjátíu Evrópulöndum þar sem afkoma vátryggingahlutans var að meðaltali neikvæð á þessum tímabili. Vísaði Gústaf til talna frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA). Þetta telur FÍB rangar eða villandi fullyrðingar og vísar til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. Gústaf hafi sleppt því að telja líftryggingar með en mikill arðsemi sé af þeirri starfsemi. Afkoma allrar vátryggingastarfsemi sé því jákvæð en ekki neikvæð á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um að það hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins segir það að tilgangur ummælanna virðist hafa verið sá einn að fá viðskiptavini tryggingafélaganna til þess að trúa því að ekkert svigrúm væri til að lækka iðgjöld og því ættu þeir ekki að reyna að sækjast eftir betri kröfum. Í þessu telur félagið að felist brot á ákvæðum samkeppnislaga sem banna samtökum eins og SFF að hvetja til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Með því að undanskilja líftryggingar úr umræðunni en tala engu að síður um vátryggingastarfsemi telur FÍB að fulltrúi SFF hafi verið að villa um fyrir almenningi í því skyni að letja fólk frá því að sækjast eftir bestu kjörum,“ segir FÍB. Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Ummælin sem Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur SFF, lét falla um vátryggingamarkaðinn féllu í viðtali við Morgunblaði um miðjan maí. Sagði hann meðalafkomu íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafa verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. Ísland hefði verið eina landið af þrjátíu Evrópulöndum þar sem afkoma vátryggingahlutans var að meðaltali neikvæð á þessum tímabili. Vísaði Gústaf til talna frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA). Þetta telur FÍB rangar eða villandi fullyrðingar og vísar til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. Gústaf hafi sleppt því að telja líftryggingar með en mikill arðsemi sé af þeirri starfsemi. Afkoma allrar vátryggingastarfsemi sé því jákvæð en ekki neikvæð á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um að það hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins segir það að tilgangur ummælanna virðist hafa verið sá einn að fá viðskiptavini tryggingafélaganna til þess að trúa því að ekkert svigrúm væri til að lækka iðgjöld og því ættu þeir ekki að reyna að sækjast eftir betri kröfum. Í þessu telur félagið að felist brot á ákvæðum samkeppnislaga sem banna samtökum eins og SFF að hvetja til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Með því að undanskilja líftryggingar úr umræðunni en tala engu að síður um vátryggingastarfsemi telur FÍB að fulltrúi SFF hafi verið að villa um fyrir almenningi í því skyni að letja fólk frá því að sækjast eftir bestu kjörum,“ segir FÍB.
Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun