Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. júní 2025 21:31 Ross Edgley og tækið sem er notað til að safna sýnum úr sjónum. Bjarni/aðsend Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“ Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“
Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32