„Ætlum að stríða þeim aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 14:17 Sandra María Jessen vonast eftir sigri gegn Frökkum í dag. Stöð 2 Sport Sandra María Jessen er ekki í vafa um að Ísland hafi það sem til þarf til að geta lagt Frakkland að velli á spennandi kvöldi í Laugardalnum í kvöld. Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Um er að ræða fyrsta leikinn á endurbættum Laugardalsvelli, síðasta leikinn í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar og síðasta leik Íslands áður en EM hefst eftir mánuð. „Þetta er mjög góð blanda af spennu og tilhlökkun. Við erum svekktar eftir úrslitin í síðasta leik en á sama tíma jákvæðar og bjartsýnar. Við ætlum að nýta okkar styrkleika til að stríða Frökkum og ná í góð úrslit,“ segir Sandra María en viðtal Arons Guðmundssonar við hana, sem tekið var í aðdraganda leikdags, má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María fyrir stórleikinn í kvöld Sandra segir íslenska liðið ætla að nýta svekkelsið úr jafnteflinu við Noreg á föstudag, þar sem jöfnunarmark Norðmanna kom í lok leiks, til að leggja Frakka að velli. Það gæti reynst afar dýrmætt því Ísland er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um að halda sér í A-deild og fellur ef bæði Ísland og Noregur tapa í kvöld. „Auðvitað ætlum við í þennan leik til að vinna hann, eins og alla aðra. Ég held það sé svolítið skemmtilegt að riðillinn er enn ansi opinn. Það er mikið undir hjá fleiri liðum en okkur. Spennandi að fá góðan leik, spila heima á nýju grasi, gegn heimsklassaleikmönnum. Þetta er gott próf fyrir okkur til að bera okkur saman við þær bestu. Ég trúi því klárlega, og við sem lið, að við getum náð í góð úrslit,“ segir Sandra María. Hún telur ekki sérstakt áhyggjuefni að Ísland sé nú án sigurs í átta leikjum í röð. Einn af þeim leikjum var 3-2 tapið gegn Frökkum ytra í febrúar. „Nei, nei. Við erum alla vega sallarólegar og vitum hvað í liðinu býr. Við þurfum bara að passa að vinna réttu leikina. Við sýndum í útileiknum á móti Frökkum að við búum klárlega yfir nógu miklum gæðum til að vinna og gefa þeim alvöru leik. Við ætlum að nýta það sem við gerðum vel í þeim leik, reyna að stríða þeim aftur og ná í fleiri stig en síðast.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira