Tilvera okkar er undarlegt ferðalag Hópur meðlima No Borders skrifar 3. júní 2025 07:15 Hver og ein manneskja á flótta er með sína sögu og ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, hvort sem að það sé vegna ofsókna, mansals, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis. Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þolendur mansals eru enn geymdir í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði eins og vara sem bíður þess að vera flutt úr landi, heimilislausu fólki á flótta vísað úr neyðarskýlum og á götuna. Börn eru vakin um miðjar nætur, rænt af sjúkrahúsum af vopnuðum lambúsettuklæddum sérsveitarmönnum, þau sótt inn á klósett í skólum af lögreglu og send úr landi án þess að gefast tækifæri til þess að kveðja ástvini sína. Það er ljóst að dómsmálaráðuneytið vill ekki breyta fjandsamlegri stefnu sinni þegar kemur að málum fólks á flótta. Í slagtogi við einvala hóp tónlistarfólks blásum við til Hátíðar gegn landamærum þann 11. júlí næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeirri erfiðu stöðu sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. Nú eru tæp 17 ár liðin frá því að síðan hópur aktivista hljóp út á flugbrautina í Keflavík til að stöðva brottvísun flóttamannsins Paul Ramses árið 2008. Það var neistinn sem kom No Borders-hreyfingunni af stað hér á landi – og baráttan er langt frá því að vera búin. Við munum halda áfram að berjast þar til að landamæri verða að engu og yfirvaldið fellur um eigin græðgi. Fyrir öll þau sem berjast gegn kúgun, hér og annars staðar! Fyrir öll þau sem trúa því að engin manneskja sé ólögleg! Fyrir öll þau sem vita að barátta gegn rasisma í dag, er barátta gegn rasisma fyrri tíma og komandi tíma! Ekki fleiri brottvísanir! Ferða- og búsetufrelsi fyrir öll! Lifi barátta hinna frjálsu og villtu! Höfundar eru meðlimir No Borders Iceland. Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Lukas Lilliendahl, Lukka Sigurðardóttir, Ari Logn, Armando, Elísabet María Hákonardóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, Oddur Björn Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Hver og ein manneskja á flótta er með sína sögu og ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, hvort sem að það sé vegna ofsókna, mansals, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis. Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þolendur mansals eru enn geymdir í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði eins og vara sem bíður þess að vera flutt úr landi, heimilislausu fólki á flótta vísað úr neyðarskýlum og á götuna. Börn eru vakin um miðjar nætur, rænt af sjúkrahúsum af vopnuðum lambúsettuklæddum sérsveitarmönnum, þau sótt inn á klósett í skólum af lögreglu og send úr landi án þess að gefast tækifæri til þess að kveðja ástvini sína. Það er ljóst að dómsmálaráðuneytið vill ekki breyta fjandsamlegri stefnu sinni þegar kemur að málum fólks á flótta. Í slagtogi við einvala hóp tónlistarfólks blásum við til Hátíðar gegn landamærum þann 11. júlí næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeirri erfiðu stöðu sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. Nú eru tæp 17 ár liðin frá því að síðan hópur aktivista hljóp út á flugbrautina í Keflavík til að stöðva brottvísun flóttamannsins Paul Ramses árið 2008. Það var neistinn sem kom No Borders-hreyfingunni af stað hér á landi – og baráttan er langt frá því að vera búin. Við munum halda áfram að berjast þar til að landamæri verða að engu og yfirvaldið fellur um eigin græðgi. Fyrir öll þau sem berjast gegn kúgun, hér og annars staðar! Fyrir öll þau sem trúa því að engin manneskja sé ólögleg! Fyrir öll þau sem vita að barátta gegn rasisma í dag, er barátta gegn rasisma fyrri tíma og komandi tíma! Ekki fleiri brottvísanir! Ferða- og búsetufrelsi fyrir öll! Lifi barátta hinna frjálsu og villtu! Höfundar eru meðlimir No Borders Iceland. Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Lukas Lilliendahl, Lukka Sigurðardóttir, Ari Logn, Armando, Elísabet María Hákonardóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, Oddur Björn Jónsson
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun