Hörmulegur atburður í flugstöð Leifs Eiríkssonar Jón Pétursson skrifar 2. júní 2025 15:01 Þegar þetta er skrifað þann 2. júní ber svo við að íslenskt neftóbak er ófáanlegt á flugstöð þeirri sem er aðal viðkomustaður þeirra sem fara úr og inn í landið flugleiðis. Undirritaður lítur á það sem eitt af fornri hefð að brúka neftóbak, í nasir ekki önnur líkamsop, og leggur metanð sinn í að vera kyndilberi þessar fornu hefðar. Neftóbaksnotkun er auk þess að vera afar þjóðleg bráðholl. Nær allir áar undirritaðs brúkuðu neftóbak og engum varð meint af. Langlífi og góð heilsa einkenndi þessa menn. Það er því afar mikilvægt að halda vörunni á lofti enda ein af sérstöðum Íslands og engan vegin samaburðarhæf við erlent tóbaksmeti sem er öllu jöfnu baneitrað og heilsuspillandi. Svo virðist sem nýir rekstraaðila flughafnarinnar hafi lítinn skilning á því sem stendur landanum næst og velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið óráð að breyta rekstrarfyrirkomulagi þessarar annars ágætu verslunar. Neftóbak virðist því miður ekki vera eina varan sem hefur horfið úr hillunum, aðrar minna áríðandi vörur vantar, eftir samtal við starfsmenn verslunarinnar. Of langan texta tæki að telja það allt upp. Mistök er hægt að leiðrétta og væri óskandi að slíkt væri gert. Það verður engu að síður að vera í boði bráðaþjónusta fyrir þá sem hafa nautn af neftóbaki. Jórturgúmmí með nikótíni gerir lítið gagn. Sigrum heiminn notum neftóbak! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekingslegum svip og taka í nefið. Og þótt þú tapir, gerir það ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið. (Steinn Steinarr) Höfundur er áhugamaður um íslenskar hefðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétursson Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Einn situr Geir Bakþankar Glósur úr ferð til Brussel Magnús Halldórsson Fastir pennar Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Gera þarf betur Auðunn Arnórsson Fastir pennar Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað þann 2. júní ber svo við að íslenskt neftóbak er ófáanlegt á flugstöð þeirri sem er aðal viðkomustaður þeirra sem fara úr og inn í landið flugleiðis. Undirritaður lítur á það sem eitt af fornri hefð að brúka neftóbak, í nasir ekki önnur líkamsop, og leggur metanð sinn í að vera kyndilberi þessar fornu hefðar. Neftóbaksnotkun er auk þess að vera afar þjóðleg bráðholl. Nær allir áar undirritaðs brúkuðu neftóbak og engum varð meint af. Langlífi og góð heilsa einkenndi þessa menn. Það er því afar mikilvægt að halda vörunni á lofti enda ein af sérstöðum Íslands og engan vegin samaburðarhæf við erlent tóbaksmeti sem er öllu jöfnu baneitrað og heilsuspillandi. Svo virðist sem nýir rekstraaðila flughafnarinnar hafi lítinn skilning á því sem stendur landanum næst og velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið óráð að breyta rekstrarfyrirkomulagi þessarar annars ágætu verslunar. Neftóbak virðist því miður ekki vera eina varan sem hefur horfið úr hillunum, aðrar minna áríðandi vörur vantar, eftir samtal við starfsmenn verslunarinnar. Of langan texta tæki að telja það allt upp. Mistök er hægt að leiðrétta og væri óskandi að slíkt væri gert. Það verður engu að síður að vera í boði bráðaþjónusta fyrir þá sem hafa nautn af neftóbaki. Jórturgúmmí með nikótíni gerir lítið gagn. Sigrum heiminn notum neftóbak! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekingslegum svip og taka í nefið. Og þótt þú tapir, gerir það ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið. (Steinn Steinarr) Höfundur er áhugamaður um íslenskar hefðir.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar