Þorleifur keilari hvergi nærri af baki dottinn Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2025 11:22 Þorleifur Jón Hreiðarsson, keilari er afar ósáttur við að hafa ekki verið valinn í landslið öldunga. Honum féllust hendur fyrir helgi en hefur ekki gefist upp þó hann komi að öllum dyrum lokuðum og læstum hjá Keilusambandi Íslands. vísir/anton brink Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari hefur ekki haft erindi sem erfiði en lögmaður hans sendi erindi til Keilusambandsins (KLÍ) þar sem kvartað var að fram hjá honum hafi verið gengið í vali á landsliði öldunga. KLÍ hefur í bréfi til lögmanns Þorleifs Jóns hins vegar aftekið að óeðlilega sé staðið að valinu. „Samkvæmt upplýsingum frá yfirþjáfara landsliðanna horfði hann, auk þeirra sjónarmiða sem fram koma í afreksstefnu, til þess hversu mikið leikmenn væru búnir að spila undanfarið tímabil auk þess að leggja áherslu á að velja blöndu leikmanna sem gætu spilað vel og náð árangri saman. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að keppni á mótum eins og því sem um ræðir er ekki eingöngu einstaklingskeppni heldur liðakeppni og því mikilvægt að horft sé til sjónarmiða um góða liðsheild,“ segir meðal annars í bréfinu sem stílað er á Rósalind Guðmundsdóttur lögfræðing Þorleifs. Vísir hefur sagt af grýttri vegferð Þorleifs, en hann fer mikinn og sakar sambandið um samansúrraða og djúpstæða spillingu; að þetta sé einkalúbbur útvalinna þrátt fyrir að þiggja opinbera styrki. Allt er þetta vegna þess að hann var ekki valinn í landslið öldunga þrátt fyrir að hafa sigra Íslandsmótið sem fram fór á dögunum. Í úrslitaleik bar Þorleifur Jón sigurorð af Þórarni Má Þorbjarnarsyni sem er framkvæmda- og íþróttastjóri KLÍ. Orð Þórarins Más í samtali við Vísi þess efnis Þorleifur Örn hafi „álpast til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti,“ eru síst til þess fallin að stilla úfið geð keilumannsins knáa. „Þetta eru 17 milljónir í fyrra úr afrekssjóði og frá ríki. Það þarf að drekka ansi mikið fyrir það,“ segir Þorleifur Jón í samtali við Vísi. Og vísar í ársreikning sambandsins. Ætlar sér viku í að rita greinargerð til ÍSÍ „Stjórn KLÍ vill í því samhengi árétta að KLÍ fær reglulega úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ enda uppfyllir sambandið öll þau skilyrði sem sett eru í reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ,“ segir í áðurnefndu bréfi. Þorleifur Jón var fyrir helgi vondaufur um að hann hefði erindi sem erfiði en hefur nú hert upp hugann, segist nú vera að skrifa greinargerð sem muni fara til ÍSÍ á næstu dögum. Hann segist ætla að vanda sig við þá vinnu og gefi sér viku til að skrúfa hana sama. „17 milljónir er kannski ekki mikill peningur ef allir fengu að vera með. En 17 milljónir er töluvert fyrir einkaklúbb.“ Valgerður Rún Benediktsdóttir, sem er nýkjörin formaður KLÍ, hefur sent fréttastofu tölvupóst þar sem hún vill vekja athygli á „frétt“ sem birtist á vef KLÍ. Þar segir að stjórnin vilji árétta að ásakanir Þorleifs Jóns eigi ekki við rök að styðjast. „Hvorki framkvæmda- og íþróttastjóri sambandsins né stjórn KLÍ annast val á landsliðum heldur er sú ákvörðun í höndum landsliðsþjálfara eins og hefðbundið er við val í landslið Íslands í fjölmörgum íþróttagreinum.“ Landsliðsmenn þurfi að skapa góða liðsheild Þá segir að í tilefni af umfjölluninni hafi stjórn tekið sérstaklega til skoðunar hvort að farið hefði verið eftir lögum, reglum og afreksstefnu KLÍ við valið. Niðurstaðan kemur ekki á óvart: Það er ekkert óeðlilegt við landsliðsvalið. Valgerður segir í fréttatilkynningu að mikilvægt sé við val á landsliði að horfa til sjónarmiða svo sem þeirra hvort viðkomandi er líklegur til að skapa góða liðsheild.KLÍ „Rétt er að taka fram að Íslandsmeistaratitill, hvort sem er í unglinga-, fullorðins- eða öldungaflokki, veitir samkvæmt reglum KLÍ aldrei sjálfkrafa þátttökurétt í landsliðum Íslands í keilu heldur eru fjölmargir þættir teknir til skoðunar.“ Í því sambandi er skoðað hvort keppni á mótum eins og því sem um ræðir er ekki eingöngu keppt í einstaklingskeppni heldur einnig tvímenningi og liðakeppni. „Því er mikilvægt að við val keppenda í landslið sé horft til ýmissa sjónarmiða svo sem að skapa góða liðsheild, ástundun keppenda í mótum og æfingum undanfarna mánuði og að keppendur fylgi siðareglum KLÍ í hvívetna, rétt eins og á við um aðrar liðsíþróttir.“ Tengd skjöl Bréf_keilusambandPDF166KBSækja skjal Keila ÍSÍ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
KLÍ hefur í bréfi til lögmanns Þorleifs Jóns hins vegar aftekið að óeðlilega sé staðið að valinu. „Samkvæmt upplýsingum frá yfirþjáfara landsliðanna horfði hann, auk þeirra sjónarmiða sem fram koma í afreksstefnu, til þess hversu mikið leikmenn væru búnir að spila undanfarið tímabil auk þess að leggja áherslu á að velja blöndu leikmanna sem gætu spilað vel og náð árangri saman. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að keppni á mótum eins og því sem um ræðir er ekki eingöngu einstaklingskeppni heldur liðakeppni og því mikilvægt að horft sé til sjónarmiða um góða liðsheild,“ segir meðal annars í bréfinu sem stílað er á Rósalind Guðmundsdóttur lögfræðing Þorleifs. Vísir hefur sagt af grýttri vegferð Þorleifs, en hann fer mikinn og sakar sambandið um samansúrraða og djúpstæða spillingu; að þetta sé einkalúbbur útvalinna þrátt fyrir að þiggja opinbera styrki. Allt er þetta vegna þess að hann var ekki valinn í landslið öldunga þrátt fyrir að hafa sigra Íslandsmótið sem fram fór á dögunum. Í úrslitaleik bar Þorleifur Jón sigurorð af Þórarni Má Þorbjarnarsyni sem er framkvæmda- og íþróttastjóri KLÍ. Orð Þórarins Más í samtali við Vísi þess efnis Þorleifur Örn hafi „álpast til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti,“ eru síst til þess fallin að stilla úfið geð keilumannsins knáa. „Þetta eru 17 milljónir í fyrra úr afrekssjóði og frá ríki. Það þarf að drekka ansi mikið fyrir það,“ segir Þorleifur Jón í samtali við Vísi. Og vísar í ársreikning sambandsins. Ætlar sér viku í að rita greinargerð til ÍSÍ „Stjórn KLÍ vill í því samhengi árétta að KLÍ fær reglulega úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ enda uppfyllir sambandið öll þau skilyrði sem sett eru í reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ,“ segir í áðurnefndu bréfi. Þorleifur Jón var fyrir helgi vondaufur um að hann hefði erindi sem erfiði en hefur nú hert upp hugann, segist nú vera að skrifa greinargerð sem muni fara til ÍSÍ á næstu dögum. Hann segist ætla að vanda sig við þá vinnu og gefi sér viku til að skrúfa hana sama. „17 milljónir er kannski ekki mikill peningur ef allir fengu að vera með. En 17 milljónir er töluvert fyrir einkaklúbb.“ Valgerður Rún Benediktsdóttir, sem er nýkjörin formaður KLÍ, hefur sent fréttastofu tölvupóst þar sem hún vill vekja athygli á „frétt“ sem birtist á vef KLÍ. Þar segir að stjórnin vilji árétta að ásakanir Þorleifs Jóns eigi ekki við rök að styðjast. „Hvorki framkvæmda- og íþróttastjóri sambandsins né stjórn KLÍ annast val á landsliðum heldur er sú ákvörðun í höndum landsliðsþjálfara eins og hefðbundið er við val í landslið Íslands í fjölmörgum íþróttagreinum.“ Landsliðsmenn þurfi að skapa góða liðsheild Þá segir að í tilefni af umfjölluninni hafi stjórn tekið sérstaklega til skoðunar hvort að farið hefði verið eftir lögum, reglum og afreksstefnu KLÍ við valið. Niðurstaðan kemur ekki á óvart: Það er ekkert óeðlilegt við landsliðsvalið. Valgerður segir í fréttatilkynningu að mikilvægt sé við val á landsliði að horfa til sjónarmiða svo sem þeirra hvort viðkomandi er líklegur til að skapa góða liðsheild.KLÍ „Rétt er að taka fram að Íslandsmeistaratitill, hvort sem er í unglinga-, fullorðins- eða öldungaflokki, veitir samkvæmt reglum KLÍ aldrei sjálfkrafa þátttökurétt í landsliðum Íslands í keilu heldur eru fjölmargir þættir teknir til skoðunar.“ Í því sambandi er skoðað hvort keppni á mótum eins og því sem um ræðir er ekki eingöngu keppt í einstaklingskeppni heldur einnig tvímenningi og liðakeppni. „Því er mikilvægt að við val keppenda í landslið sé horft til ýmissa sjónarmiða svo sem að skapa góða liðsheild, ástundun keppenda í mótum og æfingum undanfarna mánuði og að keppendur fylgi siðareglum KLÍ í hvívetna, rétt eins og á við um aðrar liðsíþróttir.“ Tengd skjöl Bréf_keilusambandPDF166KBSækja skjal
Keila ÍSÍ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira