Áhugi á Bandaríkjareisum snarminnkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2025 11:05 Donald Trump sneri aftur í Hvíta húsið 20. janúar síðastliðinn. Hann var áður forseti frá 2017 til 2021. AP/David Dermer Áhugi Íslendinga á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur dvínað eftir að Donald Trump sneri aftur í embætti forseta Bandaríkjanna í upphafi árs. Áhuginn hefur dregist mest saman hjá kjósendum Samfylkingar og Viðreisnar. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira