Ísak veit að hann verður hataður: „Ungur strákur átti sér draum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2025 07:00 Ísak Bergmann Jóhannesson og kærasta hans Agnes Perla Sigurðardóttir með treyjuna sem sýnir að samningur Ísaks við Köln er til ársins 2030. FC Köln Nú þegar margir af stuðningsmönnum Fortuna Düsseldorf eru reiðir og vilja jafnvel brenna treyju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar hefur Skagamaðurinn ungi reynt að útskýra hvað vakti fyrir honum með því að ganga í raðir erkióvinarins, FC Köln. Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna. Þýski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Sjá meira
Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna.
Þýski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Sjá meira