Barnasáttmáli fyrir öll börn Guðný Björk Eydal og Paola Cardenas skrifa 30. maí 2025 22:32 Þann 28. maí var tilkynnt að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að vísa 17 ára gömlum dreng, Oscar Bocanegra Florez, úr landi. Oscar kom með föður sínum til Íslands árið 2022 í leit að vernd. Á Íslandi mátu barnaverndaryfirvöld það svo að faðirinn væri óhæfur til að fara með forræði og faðirinn ákvað að afsala sér því. Í kjölfarið var Oscar komið fyrir í fóstur hjá hjónunum Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannsyni, þar sem hann naut öryggis og stöðuleika, þangað til yfirvöld ákváðu að senda hann til Kólumbíu þann 15. október sl. Oscar var rifinn upp frá fósturfjölskyldu sinni í Hafnarfirði, vinum og skólafélögum og fluttur úr landi með föður sem ekkert vildi með hann hafa. Oscar var sóttur af lögreglu í Flensborgarskóla, þar sem hann stundaði nám og handtekinn inná salerni skólans. Skólameistari upplýsti í fjölmiðlum að ekkert samtal hefði átt sér stað við skólann og að hún hefði sent formlegt erindi til viðeigandi stjórnvalda þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina, sem hún taldi með öllu óásættanlega. Flest okkar urðu hissa á þessum aðförum og gerðum ráð fyrir að gengið hefði verið frá öruggri lausn fyrir Oscar við komuna til Kólumbíu – til dæmis að hann yrði færður í umsjá móður sinnar eða vistaður á fósturheimili - en því miður reyndist það ekki raunin, því Oscar endaði heimilislaus á götunni í Bógatá í Kólumbíu. Íslensk stjórnvöld sendu því drenginn í rauninni á götuna í Bógatá þar sem Oscar hraktist um. Annar höfundur þessar greinar þekkir vel til aðstæðna í Bógatá og getur staðfest að gatan þar er stórhættulegur staður fyrir börn og ungmenni. Samkvæmt nýjustu tölum búa yfir 10.000 einstaklingar á götum borgarinnar og meðal þeirra er fjöldi barna og ungmenna sem eru án stuðningsnets. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður í Kólumbíu verða oft fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, eru þvinguð í vændi eða glæpastarfsemi og búa við stöðugan skort á mat, öryggi og heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þessi börn og ungmenni eru félagslega útilokuð, án aðgengis að menntun og í mikilli áhættu á að lenda í mansali. Lífslíkur barna í þessum aðstæðum eru mun lægri en annara barna. Fósturforeldrar Oscars ákváðu að fara til Kólumbíu og sækja hann, þegar hann hafði harkist um á götunni í mánuð. Þau komu aftur aftur til Íslands 15. nóvember og þá var Oscar svokallað vegalaust barn í skilningi laganna. Barnaverndarþjónusta Suðurnesja, sem fer með slík mál, mælti með því að Oscar fengi vernd, þar sem hann á hér fjölskyldu sem vill ekkert frekar en að fá að annast um hann og gerir engar kröfur um greiðslur fyrir það. Þrátt fyrir það hafnaði kærunefnd útlendingamála því að taka málið til efnismeðferðar. Í apríl var ákvörðun Útlendingastofnunar kærð, þar sem bent var á að Oscar hefði búið við líkamlegt og andlegt ofbeldi af hálfu föður síns og ekki notið verndar móður sinnar. Nú hefur verið tilkynnt að Oscar verði aftur vísað úr landi 3. júní. Að vísa Oscar úr landi gengur gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar kemur skýrt fram að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang við ákvarðanatöku sem varðar börn. Þessi ákvörðun íslenskra yfirvalda virðist ekki endurspegla það sjónarmið, heldur er hún byggð á formlegum forsendum sem virða hvorki aðstæður Oscars né þann veruleika sem bíður hans í Kólumbíu. Þúsundir íslendinga standa saman og hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á stjórnvöld að veita Oscar varanlegt leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Um er að ræða einstakt mál, þar sem einstök fjölskylda er tilbúin til að annast barn sem á engan annan að og veita því ástríkt og varanlegt heimili. Að senda Oscar til baka til Bógatá í aðstæður sem geta verið lífshættulegar gengur, eins og áður sagði, gegn álit barnaverndar, barnasáttmála, almennum mannúðarsjónarmiðum og siðferðislegu gildum sem við viljum trúa að íslensk samfélag standi fyrir. Við hvetjum alþingismenn og ríkisstjórn til að bregðast tafarlaust við þessu einstaka máli og tryggja að Oscar Bocanegra Florez fái að eiga öruggt heimili hjá fósturfjölskyldu sinni. Guðný Björk Eydal er félagsráðgjafi og prófessor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Paola Cardenas er sálfræðingur, lektor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður innflytjendaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 28. maí var tilkynnt að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að vísa 17 ára gömlum dreng, Oscar Bocanegra Florez, úr landi. Oscar kom með föður sínum til Íslands árið 2022 í leit að vernd. Á Íslandi mátu barnaverndaryfirvöld það svo að faðirinn væri óhæfur til að fara með forræði og faðirinn ákvað að afsala sér því. Í kjölfarið var Oscar komið fyrir í fóstur hjá hjónunum Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannsyni, þar sem hann naut öryggis og stöðuleika, þangað til yfirvöld ákváðu að senda hann til Kólumbíu þann 15. október sl. Oscar var rifinn upp frá fósturfjölskyldu sinni í Hafnarfirði, vinum og skólafélögum og fluttur úr landi með föður sem ekkert vildi með hann hafa. Oscar var sóttur af lögreglu í Flensborgarskóla, þar sem hann stundaði nám og handtekinn inná salerni skólans. Skólameistari upplýsti í fjölmiðlum að ekkert samtal hefði átt sér stað við skólann og að hún hefði sent formlegt erindi til viðeigandi stjórnvalda þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina, sem hún taldi með öllu óásættanlega. Flest okkar urðu hissa á þessum aðförum og gerðum ráð fyrir að gengið hefði verið frá öruggri lausn fyrir Oscar við komuna til Kólumbíu – til dæmis að hann yrði færður í umsjá móður sinnar eða vistaður á fósturheimili - en því miður reyndist það ekki raunin, því Oscar endaði heimilislaus á götunni í Bógatá í Kólumbíu. Íslensk stjórnvöld sendu því drenginn í rauninni á götuna í Bógatá þar sem Oscar hraktist um. Annar höfundur þessar greinar þekkir vel til aðstæðna í Bógatá og getur staðfest að gatan þar er stórhættulegur staður fyrir börn og ungmenni. Samkvæmt nýjustu tölum búa yfir 10.000 einstaklingar á götum borgarinnar og meðal þeirra er fjöldi barna og ungmenna sem eru án stuðningsnets. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður í Kólumbíu verða oft fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, eru þvinguð í vændi eða glæpastarfsemi og búa við stöðugan skort á mat, öryggi og heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þessi börn og ungmenni eru félagslega útilokuð, án aðgengis að menntun og í mikilli áhættu á að lenda í mansali. Lífslíkur barna í þessum aðstæðum eru mun lægri en annara barna. Fósturforeldrar Oscars ákváðu að fara til Kólumbíu og sækja hann, þegar hann hafði harkist um á götunni í mánuð. Þau komu aftur aftur til Íslands 15. nóvember og þá var Oscar svokallað vegalaust barn í skilningi laganna. Barnaverndarþjónusta Suðurnesja, sem fer með slík mál, mælti með því að Oscar fengi vernd, þar sem hann á hér fjölskyldu sem vill ekkert frekar en að fá að annast um hann og gerir engar kröfur um greiðslur fyrir það. Þrátt fyrir það hafnaði kærunefnd útlendingamála því að taka málið til efnismeðferðar. Í apríl var ákvörðun Útlendingastofnunar kærð, þar sem bent var á að Oscar hefði búið við líkamlegt og andlegt ofbeldi af hálfu föður síns og ekki notið verndar móður sinnar. Nú hefur verið tilkynnt að Oscar verði aftur vísað úr landi 3. júní. Að vísa Oscar úr landi gengur gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar kemur skýrt fram að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang við ákvarðanatöku sem varðar börn. Þessi ákvörðun íslenskra yfirvalda virðist ekki endurspegla það sjónarmið, heldur er hún byggð á formlegum forsendum sem virða hvorki aðstæður Oscars né þann veruleika sem bíður hans í Kólumbíu. Þúsundir íslendinga standa saman og hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á stjórnvöld að veita Oscar varanlegt leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Um er að ræða einstakt mál, þar sem einstök fjölskylda er tilbúin til að annast barn sem á engan annan að og veita því ástríkt og varanlegt heimili. Að senda Oscar til baka til Bógatá í aðstæður sem geta verið lífshættulegar gengur, eins og áður sagði, gegn álit barnaverndar, barnasáttmála, almennum mannúðarsjónarmiðum og siðferðislegu gildum sem við viljum trúa að íslensk samfélag standi fyrir. Við hvetjum alþingismenn og ríkisstjórn til að bregðast tafarlaust við þessu einstaka máli og tryggja að Oscar Bocanegra Florez fái að eiga öruggt heimili hjá fósturfjölskyldu sinni. Guðný Björk Eydal er félagsráðgjafi og prófessor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Paola Cardenas er sálfræðingur, lektor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður innflytjendaráðs
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun