Fjórir miðverðir í íslensku vörninni á Lerkendal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 16:45 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði landsliðsins og besti leikmaður þess og kemur nú aftur inn í liðið. Getty/Alex Nicodim Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga á móti Noregi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Leikurinn fer fram á Lerkendal Stadion í Þrándheimi og hefst hann kl. 18:00 að íslenskum tíma. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig eftir fjóra leiki á meðan Noregur er í öðru sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli á Þróttarvelli í apríl. Þorsteinn gerir fjórar breytingar frá byrjunarliði sínu í síðasta leik liðsins í apríl og mestu munar um að fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur aftur inn eftir meiðsli. Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í síðasta leik sínum. Auk Glódísar koma einnig inn í liðið þær Natasha Moraa Anasi, Hildur Antonsdóttir og Sandra María Jessen. Berglind Rós Ágústsdóttir, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir og Guðný Árnadóttir fara allar úr byrjunarliðinu. Glódís er ein af fjórum miðvörðum í varnarlínu íslenska liðsins en hinar eru Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Natasha Moraa Anasi. Guðrún og Natasha taka að sér bakvarðarstöðurnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem skoraði þrennu í síðasta leik, er á miðjunni ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og Hildi Antonsdóttur. Frammi eru síðan þær Sveindís Jane Jónsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Sandra María Jessen. Byrjunarliðið á móti Noregi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðrún Arnardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Natasha Moraa Anasi Hildur Antonsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Hlín Eiríksdóttir Sandra María Jessen Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Leikurinn fer fram á Lerkendal Stadion í Þrándheimi og hefst hann kl. 18:00 að íslenskum tíma. Ísland er í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig eftir fjóra leiki á meðan Noregur er í öðru sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli á Þróttarvelli í apríl. Þorsteinn gerir fjórar breytingar frá byrjunarliði sínu í síðasta leik liðsins í apríl og mestu munar um að fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur aftur inn eftir meiðsli. Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í síðasta leik sínum. Auk Glódísar koma einnig inn í liðið þær Natasha Moraa Anasi, Hildur Antonsdóttir og Sandra María Jessen. Berglind Rós Ágústsdóttir, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir og Guðný Árnadóttir fara allar úr byrjunarliðinu. Glódís er ein af fjórum miðvörðum í varnarlínu íslenska liðsins en hinar eru Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Natasha Moraa Anasi. Guðrún og Natasha taka að sér bakvarðarstöðurnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem skoraði þrennu í síðasta leik, er á miðjunni ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og Hildi Antonsdóttur. Frammi eru síðan þær Sveindís Jane Jónsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Sandra María Jessen. Byrjunarliðið á móti Noregi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðrún Arnardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Natasha Moraa Anasi Hildur Antonsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Hlín Eiríksdóttir Sandra María Jessen
Byrjunarliðið á móti Noregi: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðrún Arnardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Natasha Moraa Anasi Hildur Antonsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Hlín Eiríksdóttir Sandra María Jessen
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira