Leikdagur í Munchen: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2025 09:01 Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Benediktsson eru í Munchen fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem fram fer þar í borg í kvöld. Paris Saint Germain og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Allianz Arena í Munchen í kvöld. Þar eru Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason staddir og munu lýsa herlegheitunum þaðan í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira