Leikdagur í Munchen: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2025 09:01 Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Benediktsson eru í Munchen fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem fram fer þar í borg í kvöld. Paris Saint Germain og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Allianz Arena í Munchen í kvöld. Þar eru Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason staddir og munu lýsa herlegheitunum þaðan í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira