Ísland með flest verðlaun í Andorra Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 16:31 Íslenski sundhópurinn á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Alls fékk hópurinn 40 verðlaun. Sundsamband Íslands Óhætt er að segja að íslenska sundlandsliðið hafi rakað til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Hópurinn fékk fleiri verðlaun en nokkur önnur þjóð og alls níu verðlaunum meira en í Möltu fyrir tveimur árum. Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun. Sund Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Ísland átti fjóra gullverðlaunahafa á lokadegi sundkeppninnar í dag og íslenski hópurinn hlaut alls 40 verðlaun í lauginni. Þar af voru 16 gull, 12 silfur og 12 brons. Birgitta Ingólfsdóttir tryggði Íslandi fyrsta gullið í dag í 50m bringusundi, á 32,46 sekúndum og synti alveg við sinn besta tíma. Hún hafði áður unnið gull í 100m bringusundi. Snorri Dagur Einarsson vann svo einnig gull í 50m bringusundi og bæði sigraði og setti mótsmet, á 27,93 sekúndum. Næstur á eftir honum með silfurverðlaun varð Einar Margeir Ágústsson á 28,38 sekúndum. Hólmar Grétarsson tryggði Íslandi svo þriðja gullið í dag þegar hann synti 400m fjórsund á 4:34,09 mínútum og var hann alveg við sinn besta tíma. Yfirburðir hjá HM-sveitinni í boðsundi Síðasta gullið í dag kom í boðsundi þegar blandaða boðsundssveitin sigraði með yfirburðum í 4x100m, á 3:54,91 mínútum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þetta er boðsundssveitin sem mun synda á Heimsmeistaramótinu í Singapúr seinna í sumar. Í 50m flugsundi kvenna syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól mjög vel og tryggði Snæfríður sér silfur og Jóhanna brons í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson var svo næstur í 50m flugsundi og tryggði hann sér silfurverðlaun. Ylfa Lind Kristmannsdóttir náði sér í silfur í 50m baksundi og bætti tíma sinn í greininni. Eva Margrét Falsdóttir synti 400m fjórsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Sólveig Freyja Hákonardóttir varð í 5. sæti í 400m fjórsundi. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 400m fjórsund og varð í 10 sæti. Alls 25 gull farið til Íslendinga Þegar þetta er skrifað er Ísland efst á töflunni yfir samanlagðan fjölda gullverðlauna í öllum greinum á leikunum. Hér má sjá töfluna. Eftir sundkeppnina var Ísland með 25 gull, einu meira en Kýpur og sex meira en Lúxemborg sem kemur í 3. sæti. Kýpverjar hafa þó unnið flest verðlaun samtals, ef horft er til gulls, silfurs og brons, eða samtals 83 verðlaun. Ísland er þar næst með 64 verðlaun en þar af eru 25 gull, 19 silfur og 20 brons. Lokadagur leikanna er á morgun.
Sund Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira