Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 29. maí 2025 06:01 Á undanförnum árum hafa kröfur um aukna þjónustu og lengri opnunartíma leikskóla orðið háværari. Kröfur sem oft eru settar fram með skírskotun til þarfa foreldra og atvinnulífs, en sem í raun spegla afturför í réttindum barna og fjölskyldna. Sveigjanlegur opnunartími leikskóla er til að þóknast vinnumarkaðinum fremur en þörfum barna. Jafnrétti kynjanna er notað sem rök fyrir því að ef leikskólinn lokar of snemma bitni það á konum og þeirra starfsframa og atvinnumöguleikum. Sannarlega hallar enn á konur á atvinnumarkaði og þær bera vissulega meiri byrðar hvað varðar umönnun og heimilisstörf. Hins vegar gleymist oft þriðji aðilinn í þessari jöfnu, barnið. Leikskólinn sem samstarf – ekki afleysing Foreldrar sem taka þá ákvörðun að eignast barn bera jafna ábyrgð á uppeldi þess og umönnun. Leikskólinn er mikilvægur sem fyrsta skólastig, en hlutverk hans er að styðja við foreldra – ekki leysa þá af hólm. Þegar leikskólar verða að geymslustofnunum frá klukkan sjö að morgni til sex að kvöldi, berum við ekki lengur virðingu fyrir réttindum barna til nándar, tengsla og samveru með foreldrum sínum. Það er komin tími til að staldra við og spyrja hver réttur barna sé gagnvart samveru og umhyggju foreldra. Í ljósi umræðu síðustu daga vekur það athygli að uppi eru hugmyndir um að dvalartími barna eigi að nálgast 10 klukkustundir á dag, fyrir utan ferðir til og frá leikskóla, mun lengri tíma en mörg fullorðin verja á vinnustað. Slíkt er í hróplegu ósamræmi við kröfur verkalýðsfélaga um styttingu vinnuvikunnar fjölskyldulífi til góða. Réttur barnsins til tengsla og nándar Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi árið 2013, á hvert barn rétt á að lifa með fjölskyldu sinni (12. og 18. gr.), og að njóta umönnunar, verndar og tíma með foreldrum sínum (5. gr.). Uppeldisábyrgðin er í höndum foreldra, stjórnvöld eiga að styðja við þá ábyrgð en ekki grafa undan henni með því draga taum hagnaðardifins atvinnulífs sem eirir engu og krefst stöðugt fjarveru foreldra frá börnum sínum. Tengslarof Börn þurfa tíma með foreldrum sínum til að mynda örugg geðtengsl og þróa félagsfærni, þætti sem hafa áhrif langt fram á fullorðinsár. Rannsóknir sýna að langur dagur á stofnun, samfara takmarkaðri fjölskyldusamveru, getur haft neikvæð áhrif á tilfinningaþroska, hegðun og tengslamyndun barna. Slíkt tengslarof eykur hættu á vanlíðan, kvíða og hegðunarvanda síðar á lífsleiðinni. Fjölskyldur í forgang – ekki markaðurinn Á tímum þar sem umræðan um geðheilbrigði barna og ungmenna er brýnni en nokkru sinni, er nauðsynlegt að staldra við. Ef markmiðið er að virða réttindi barna og styðja við fjölskyldur, þá ætti áherslan að beinast að styttri en gæðaríkri leikskóladvöl. Þar þarf atvinnulífið að koma að borðinu með sveigjanlegum vinnutíma, styttri vinnuviku og auknu svigrúmi foreldra til að sinna börnum sínum. Fæðingarorlof er mannréttindi Fæðingarorlof foreldra þarf að lengja og tryggja að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu raunverulegur stuðningur sem gerir foreldrum kleift að sinna börnum sínum án þess að þurfa að bera fjárhagslegt tap. Krafan ætti ekki að vera sú að fjölskyldur aðlagi sig að kröfum markaðarins, heldur að samfélagið setji fjölskylduna í fyrsta sæti. Réttur barns til samveru og tengsla við foreldra sína á að vera óumdeildur. Í því felst raunverulegt jafnrétti. Að bæði foreldrar og börn fái rétt til samvista og að samfélagið hlúi að tengslum þeirra. Þar liggur grunnur að heilbrigðu og farsælu samfélagi – samfélagi sem styður við uppeldi og farsæld barna og dregur þar með úr framtíðarálagi á velferðarkerfin. Foreldrar ættu að stíga fram og krefjast þess að réttur þeirra til samveru við börn sín sé virtur. Það er ekki eingöngu siðferðileg krafa – heldur forsenda fyrir því að ungt fólk treysti sér til að stofna fjölskyldu. Að ala upp barn er samfélagsverkefni Réttur barna til nándar og tengsla við foreldra verður að vera leiðarljós í stefnumótun um fæðingarorlof og fjölskyldumál, ekki afgangsstærð í fjárhagsáætlun ríkisins eða skammvinnir hagsmunir atvinnulífs. Hvernig getur það talist farsælt fyrir börn að eyða meiri hluta vökutímans langt frá þeim sem elska þau mest og þekkja þau best? Án sinna nánustu bandamanna, foreldra sinna. Það er vissulega hægt að eiga bæði farsælan starfsferil og ala upp barn. En það krefst þess að samfélagið styðji við bæði hlutverkin, með leikskólum sem virða rétt barna og fjölskyldna, með sveigjanlegu vinnuumhverfi og með þeirri grundvallar viðhorfsbreytingu að uppeldi sé sameiginlegt samfélagslegt gildi, ekki einkamál foreldra eða þjónustumál leikskóla. Foreldrar þurfa að standa saman, skipta með sér verkum og axla ábyrgð á börnunum sínum, innan og utan leikskólatíma. Því við skulum ekki gleyma. Að ala upp barn er ekki hindrun, heldur eitt af dýrmætustu verkefnum sem foreldar taka að sér. Er það ekki, þegar allt kemur til alls, kjarninn í því sem við köllum farsælt samfélag? Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Fæðingarorlof Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa kröfur um aukna þjónustu og lengri opnunartíma leikskóla orðið háværari. Kröfur sem oft eru settar fram með skírskotun til þarfa foreldra og atvinnulífs, en sem í raun spegla afturför í réttindum barna og fjölskyldna. Sveigjanlegur opnunartími leikskóla er til að þóknast vinnumarkaðinum fremur en þörfum barna. Jafnrétti kynjanna er notað sem rök fyrir því að ef leikskólinn lokar of snemma bitni það á konum og þeirra starfsframa og atvinnumöguleikum. Sannarlega hallar enn á konur á atvinnumarkaði og þær bera vissulega meiri byrðar hvað varðar umönnun og heimilisstörf. Hins vegar gleymist oft þriðji aðilinn í þessari jöfnu, barnið. Leikskólinn sem samstarf – ekki afleysing Foreldrar sem taka þá ákvörðun að eignast barn bera jafna ábyrgð á uppeldi þess og umönnun. Leikskólinn er mikilvægur sem fyrsta skólastig, en hlutverk hans er að styðja við foreldra – ekki leysa þá af hólm. Þegar leikskólar verða að geymslustofnunum frá klukkan sjö að morgni til sex að kvöldi, berum við ekki lengur virðingu fyrir réttindum barna til nándar, tengsla og samveru með foreldrum sínum. Það er komin tími til að staldra við og spyrja hver réttur barna sé gagnvart samveru og umhyggju foreldra. Í ljósi umræðu síðustu daga vekur það athygli að uppi eru hugmyndir um að dvalartími barna eigi að nálgast 10 klukkustundir á dag, fyrir utan ferðir til og frá leikskóla, mun lengri tíma en mörg fullorðin verja á vinnustað. Slíkt er í hróplegu ósamræmi við kröfur verkalýðsfélaga um styttingu vinnuvikunnar fjölskyldulífi til góða. Réttur barnsins til tengsla og nándar Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi árið 2013, á hvert barn rétt á að lifa með fjölskyldu sinni (12. og 18. gr.), og að njóta umönnunar, verndar og tíma með foreldrum sínum (5. gr.). Uppeldisábyrgðin er í höndum foreldra, stjórnvöld eiga að styðja við þá ábyrgð en ekki grafa undan henni með því draga taum hagnaðardifins atvinnulífs sem eirir engu og krefst stöðugt fjarveru foreldra frá börnum sínum. Tengslarof Börn þurfa tíma með foreldrum sínum til að mynda örugg geðtengsl og þróa félagsfærni, þætti sem hafa áhrif langt fram á fullorðinsár. Rannsóknir sýna að langur dagur á stofnun, samfara takmarkaðri fjölskyldusamveru, getur haft neikvæð áhrif á tilfinningaþroska, hegðun og tengslamyndun barna. Slíkt tengslarof eykur hættu á vanlíðan, kvíða og hegðunarvanda síðar á lífsleiðinni. Fjölskyldur í forgang – ekki markaðurinn Á tímum þar sem umræðan um geðheilbrigði barna og ungmenna er brýnni en nokkru sinni, er nauðsynlegt að staldra við. Ef markmiðið er að virða réttindi barna og styðja við fjölskyldur, þá ætti áherslan að beinast að styttri en gæðaríkri leikskóladvöl. Þar þarf atvinnulífið að koma að borðinu með sveigjanlegum vinnutíma, styttri vinnuviku og auknu svigrúmi foreldra til að sinna börnum sínum. Fæðingarorlof er mannréttindi Fæðingarorlof foreldra þarf að lengja og tryggja að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði séu raunverulegur stuðningur sem gerir foreldrum kleift að sinna börnum sínum án þess að þurfa að bera fjárhagslegt tap. Krafan ætti ekki að vera sú að fjölskyldur aðlagi sig að kröfum markaðarins, heldur að samfélagið setji fjölskylduna í fyrsta sæti. Réttur barns til samveru og tengsla við foreldra sína á að vera óumdeildur. Í því felst raunverulegt jafnrétti. Að bæði foreldrar og börn fái rétt til samvista og að samfélagið hlúi að tengslum þeirra. Þar liggur grunnur að heilbrigðu og farsælu samfélagi – samfélagi sem styður við uppeldi og farsæld barna og dregur þar með úr framtíðarálagi á velferðarkerfin. Foreldrar ættu að stíga fram og krefjast þess að réttur þeirra til samveru við börn sín sé virtur. Það er ekki eingöngu siðferðileg krafa – heldur forsenda fyrir því að ungt fólk treysti sér til að stofna fjölskyldu. Að ala upp barn er samfélagsverkefni Réttur barna til nándar og tengsla við foreldra verður að vera leiðarljós í stefnumótun um fæðingarorlof og fjölskyldumál, ekki afgangsstærð í fjárhagsáætlun ríkisins eða skammvinnir hagsmunir atvinnulífs. Hvernig getur það talist farsælt fyrir börn að eyða meiri hluta vökutímans langt frá þeim sem elska þau mest og þekkja þau best? Án sinna nánustu bandamanna, foreldra sinna. Það er vissulega hægt að eiga bæði farsælan starfsferil og ala upp barn. En það krefst þess að samfélagið styðji við bæði hlutverkin, með leikskólum sem virða rétt barna og fjölskyldna, með sveigjanlegu vinnuumhverfi og með þeirri grundvallar viðhorfsbreytingu að uppeldi sé sameiginlegt samfélagslegt gildi, ekki einkamál foreldra eða þjónustumál leikskóla. Foreldrar þurfa að standa saman, skipta með sér verkum og axla ábyrgð á börnunum sínum, innan og utan leikskólatíma. Því við skulum ekki gleyma. Að ala upp barn er ekki hindrun, heldur eitt af dýrmætustu verkefnum sem foreldar taka að sér. Er það ekki, þegar allt kemur til alls, kjarninn í því sem við köllum farsælt samfélag? Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun