Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar 28. maí 2025 10:31 Við erum flest ef ekki öll sammála um að staðan er ekki ásættanleg hvað meðferðarheimili fyrir börn varðar, þó það standi til bóta. Biðin er erfið, óásættanleg – fyrir börn og foreldra sem þurfa á úrræðunum að halda. Ástandið er einnig mjög erfitt fyrir starfsfólk í barnaverndinni og aðra sem eru með þessi börn í fanginu. Ég get sjálf ekki beðið eftir að taka á móti krökkunum á ný í nýju húsnæði Lækjarbakka og veit að ég er ekki ein um þá skoðun. Fyrir rétt rúmu ári vorum við tilneydd til að fara úr húsnæði meðferðarheimilisins Lækjarbakka. Ég hefði aldrei trúað því að rúmu ári seinna væri heimilið enn lokað. Þegar húsnæði var komið í höfn þurftum við frá að hverfa. Við tók ný leit að húsnæði hjá okkur innan BOFS og hjá ráðuneytinu. Persónulega lagði ég mikið á mig við leit að húsnæði, það er í raun hálf súrrealískt að hugsa til baka. Ég leitaði um allt bókstaflega! Á netinu, auglýsti, vakti athygli á málinu, keyrði um allar þorpagrundir, skoðaði húsnæði og var stundum alveg við það að fara að banka uppá hjá fólki. Ákvað þó frekar að senda tölvupóst eða hringja. Ekkert gekk upp. Þetta var ekki svo einfalt. Hvorki að finna húsnæði til bráðabirgða né varanlegt. Allskonar hindranir. Á endanum tókst það, Gunnarsholt var í höfn. En samt ekki. Það er mikil vinna fólgin í því að opna á ný. Breytingar, viðhald, aðlaga að starfseminni, fylgja lögum og reglum. Útboð. Vinna gögnin fyrir útboðið. Teikna upp. Húsið þarf að standast allar öryggiskröfur og vera vistlegt fyrir börn að dvelja. Það er unnið hörðum höndum að því að opna. Það er mikil vinna í gangi. Það er mikil pressa og allir að gera sitt allra besta. Vinna þetta sem hraðast - án þess að flýta sér um of. Við græðum heldur ekki á því, það þarf að vanda til verka. En af hverju opnum við ekki bara meðferðarúrræði annars staðar á landinu? Persónulega hef ég ekkert á móti því. En það þarf að huga vel að því á alla vegu. Miðað við mína reynslu undanfarið ár þá tel ég að bráðabirgðaúrræði annars staðar á landinu þar til Lækjarbakki opnar sé óraunhæft og tímafrekara en við myndum vilja (ég skal gjarnan hafa rangt fyrir mér). Það er alls ekkert víst að húsnæðið uppfylli skilyrði enda búið að herða mjög á hvað hollustuhætti og öryggi varðar. Kannski þarf að fara í vinnu og breyta einhverju? Við getum ekki heldur bara sætt okkur við eitthvað. En svo er það starfsfólkið. Það þarf að ráða nýtt starfsfólk og þjálfa. Starfsfólkið er mikilvægasti parturinn í þessu öllu saman og ástæðan fyrir því að ég gaf mig alla í að finna húsnæði í nágrenni við gamla húsnæðið. Verandi með starfsfólk með menntun, reynslu og þjálfun. Starfið gekk vel. Ég veit að ég mun fá einhvern hluta af mínu góða starfsfólki til baka þegar við opnum Lækjarbakka á ný. Ég hlakka til að fá þau til baka og taka á móti krökkunum okkar. Sem allra fyrst. Dögg Þrastardóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Lækjarbakka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Meðferðarheimili Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum flest ef ekki öll sammála um að staðan er ekki ásættanleg hvað meðferðarheimili fyrir börn varðar, þó það standi til bóta. Biðin er erfið, óásættanleg – fyrir börn og foreldra sem þurfa á úrræðunum að halda. Ástandið er einnig mjög erfitt fyrir starfsfólk í barnaverndinni og aðra sem eru með þessi börn í fanginu. Ég get sjálf ekki beðið eftir að taka á móti krökkunum á ný í nýju húsnæði Lækjarbakka og veit að ég er ekki ein um þá skoðun. Fyrir rétt rúmu ári vorum við tilneydd til að fara úr húsnæði meðferðarheimilisins Lækjarbakka. Ég hefði aldrei trúað því að rúmu ári seinna væri heimilið enn lokað. Þegar húsnæði var komið í höfn þurftum við frá að hverfa. Við tók ný leit að húsnæði hjá okkur innan BOFS og hjá ráðuneytinu. Persónulega lagði ég mikið á mig við leit að húsnæði, það er í raun hálf súrrealískt að hugsa til baka. Ég leitaði um allt bókstaflega! Á netinu, auglýsti, vakti athygli á málinu, keyrði um allar þorpagrundir, skoðaði húsnæði og var stundum alveg við það að fara að banka uppá hjá fólki. Ákvað þó frekar að senda tölvupóst eða hringja. Ekkert gekk upp. Þetta var ekki svo einfalt. Hvorki að finna húsnæði til bráðabirgða né varanlegt. Allskonar hindranir. Á endanum tókst það, Gunnarsholt var í höfn. En samt ekki. Það er mikil vinna fólgin í því að opna á ný. Breytingar, viðhald, aðlaga að starfseminni, fylgja lögum og reglum. Útboð. Vinna gögnin fyrir útboðið. Teikna upp. Húsið þarf að standast allar öryggiskröfur og vera vistlegt fyrir börn að dvelja. Það er unnið hörðum höndum að því að opna. Það er mikil vinna í gangi. Það er mikil pressa og allir að gera sitt allra besta. Vinna þetta sem hraðast - án þess að flýta sér um of. Við græðum heldur ekki á því, það þarf að vanda til verka. En af hverju opnum við ekki bara meðferðarúrræði annars staðar á landinu? Persónulega hef ég ekkert á móti því. En það þarf að huga vel að því á alla vegu. Miðað við mína reynslu undanfarið ár þá tel ég að bráðabirgðaúrræði annars staðar á landinu þar til Lækjarbakki opnar sé óraunhæft og tímafrekara en við myndum vilja (ég skal gjarnan hafa rangt fyrir mér). Það er alls ekkert víst að húsnæðið uppfylli skilyrði enda búið að herða mjög á hvað hollustuhætti og öryggi varðar. Kannski þarf að fara í vinnu og breyta einhverju? Við getum ekki heldur bara sætt okkur við eitthvað. En svo er það starfsfólkið. Það þarf að ráða nýtt starfsfólk og þjálfa. Starfsfólkið er mikilvægasti parturinn í þessu öllu saman og ástæðan fyrir því að ég gaf mig alla í að finna húsnæði í nágrenni við gamla húsnæðið. Verandi með starfsfólk með menntun, reynslu og þjálfun. Starfið gekk vel. Ég veit að ég mun fá einhvern hluta af mínu góða starfsfólki til baka þegar við opnum Lækjarbakka á ný. Ég hlakka til að fá þau til baka og taka á móti krökkunum okkar. Sem allra fyrst. Dögg Þrastardóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður Lækjarbakka.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun