Innlent

Sorgar­saga móður, for­ljótir varð­turnar og Reynir Pétur í essinu sínu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Móðir fimmtán ára drengs með þroskaröskun óttast um líf hans en hún segir fjölskylduna alls staðar koma að lokuðum dyrum. Hún segir son sinn hættulegan sjálfum sér og öðrum og óttast um öryggi hans sem og fjölskyldu sinnar.

Rætt verður við móður drengsins í kvöldfréttum Stöðvar 2, en hún lýsir algjöru úrræðaleysi, og harðri meðferð á syni sínum, sem hafi meðal annars verið vistaður í úrræði fyrir ungmenni með fíknivanda, þrátt fyrir að vera ekki fíkill sjálfur. 

Ríkislögreglustjóri segir af og frá að hún segi af sér, en fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum kallaði eftir því fyrir helgi. Hún segir lögreglustjórann hljóta að verða að bera ábyrgð á orðum sínum.

Við segjum einnig frá umfangsmiklum árásum Rússa á Úkraínu í nótt, og fangaskipti sem urðu nokkrum klukkustundum síðar. Við heyrum frá arkítekt sem telur varðturna sem lögregla hefur komið upp í miðborginni vera forljóta.

Svo verður rætt við Reyni Pétur Ingvarsson, en í dag eru 40 ár frá því hann lagði af stað fótgangandi í hringferð um landið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×