United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 17:34 Christian Eriksen kvaddi Manchester United með marki úr vítaspyrnu vísir/Getty Manchester United endaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni á sjaldséðum sigri þegar liðið lagði Aston Villa 2-0 en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan 16. mars og endar liðið í 15. sæti með 42 stig. United menn höfðu góð tök á leiknum í dag og voru töluvert betra liðið á vellinum en eins og svo oft áður gekk illa að klára færin og markalaust í hálfleik. Gestirnir léku seinni hálfleikinn svo manni færri eftir að Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, fékk að líta beint rautt spjald þegar hann straujaði Rasmus Höjlund niður þegar hann var að sleppa í gegn. Aston Villa hefði dugað jafntefli í þessum leik til að tryggja sér Meistaradeildarsæti þar sem Newcastle tapaði gegn Everton og minnstu munaði að liðið næði að stela sigrinum á 73. mínútu Morgan Rogers stal boltanum úr höndunum á Altay Bayndir sem stóð í marki United í dag. Thomas Bramall, dómari leiksins, flautaði samstundis brot en endursýning sýndi að Bayndir var ekki með hendur á boltanum, bara í kringum hann, eins og hann væri að reyna að handleika sjóðheita kartöflu. Þar sem Bramall flautaði brot var ekki hægt að skoða atvikið í Varsjánni og markið sem Rogers skoraði ranglega dæmt af. Nánast í næstu sókn skallaði Amad Diallo fyrirgjöf frá Bruno Fernandes í markið og hann krækti svo í vítaspyrnu á 87. mínútu. Ruben Amorim kallaði fyrimæli inn á völlinn og Christian Eriksen fór á punktinn og skoraði. Þetta var síðasti leikur hans fyrir United og hann kveður Old Trafford því með marki og sigri. Lokatölur í Manchester 2-0 og Aston Villa þarf að sætta sig við 6. sætið með jafn mörg stig og Newcastle en umtalsvert lakari markatölu. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
United menn höfðu góð tök á leiknum í dag og voru töluvert betra liðið á vellinum en eins og svo oft áður gekk illa að klára færin og markalaust í hálfleik. Gestirnir léku seinni hálfleikinn svo manni færri eftir að Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, fékk að líta beint rautt spjald þegar hann straujaði Rasmus Höjlund niður þegar hann var að sleppa í gegn. Aston Villa hefði dugað jafntefli í þessum leik til að tryggja sér Meistaradeildarsæti þar sem Newcastle tapaði gegn Everton og minnstu munaði að liðið næði að stela sigrinum á 73. mínútu Morgan Rogers stal boltanum úr höndunum á Altay Bayndir sem stóð í marki United í dag. Thomas Bramall, dómari leiksins, flautaði samstundis brot en endursýning sýndi að Bayndir var ekki með hendur á boltanum, bara í kringum hann, eins og hann væri að reyna að handleika sjóðheita kartöflu. Þar sem Bramall flautaði brot var ekki hægt að skoða atvikið í Varsjánni og markið sem Rogers skoraði ranglega dæmt af. Nánast í næstu sókn skallaði Amad Diallo fyrirgjöf frá Bruno Fernandes í markið og hann krækti svo í vítaspyrnu á 87. mínútu. Ruben Amorim kallaði fyrimæli inn á völlinn og Christian Eriksen fór á punktinn og skoraði. Þetta var síðasti leikur hans fyrir United og hann kveður Old Trafford því með marki og sigri. Lokatölur í Manchester 2-0 og Aston Villa þarf að sætta sig við 6. sætið með jafn mörg stig og Newcastle en umtalsvert lakari markatölu.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira