Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 18:17 Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, hefur verið sakaður um hallarbyltingu á aðalfundi flokksins í dag. Vísir Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Segja má að ólga hafi ríkt í Sósíalistaflokknum að undanförnu sem náði hámarki þegar fyrrnefndur Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn og vændi Gunnar Smára, fráfarandi formann framkvæmdastjórnar flokksins um ofríki og andlegt ofbeldi. Í dag fór fram aðalfundur flokksins þar sem kosið var í allar stjórnir og embætti innan flokksins. Niðurstöður kosninganna hafa vakið misjafn viðbrögð, úlfúð réttu nafni, en margir félagar hafa borið Karli Héðni og fylgisveinum hans á brýn að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um hvernig þeir ættu að kjósa. Það hafi hann meðal annars gert með því að dreifa plaggi á samfélagsmiðlum sem sjá má hér að neðan þar sem ítarlegar leiðbeiningar má finna um hvernig eigi að kjósa „til að kjósa breytingar.“ Aðsend Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. Meðal þeirra sem lýst hafa óánægju sinni með niðurstöður aðalfundarins eru séra Davíð Þór Jónsson, sem skipaði fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum síðustu. Hann kallar gjörning Karls Héðins og félaga „skrípaleik undir yfirskrift lýðræðis.“ Þá hafa María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, sem einnig vermdi sæti á framboðslista flokksins, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, sagt sig úr flokknum. Liður í „grasrótarendurreisn“ flokksins Karl Héðinn vísar þessu öllu á bug og segir ferska vinda nú blása um flokkinn. „Við vorum ekki að smala einhverju nýju fólki sem er ekki í flokknum í flokkinn. Það sést í félagatalinu að nýskráningar í flokkinn vikuna fyrir aðalfund er aðallega frá fólki sem er nærtengdara Gunnari Smára frekar en okkur nokkurn tímann,“ segir hann í samtali við fréttastofu. „Við erum bara mjög spennt fyrir framhaldinu. Við viljum sameina alla sem við getum, fá alla að borði og vera fyrirmynd í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem valdið kemur að neðan,“ segir Karl Héðinn. Hann segir uppnámið á aðalfundinum vera lið í svokallaðri grasrótarendurreisn flokksins sem fráfarandi stjórn hafi staðið í vegi fyrir með andlýðræðislegum hætti. „Við erum hópur innan flokksins sem höfum verið mjög virk í síðustu alþingiskosningum, í virkri grasrót, höfum verið í stjórnum flokksins. Ungliðadeildin öll er með nýjum stjórnarmönnum, kusu nýju stjórnarmennina. Við erum að boða nýja tíð í flokknum. Við viljum dreifa valdi út um allt land,“ segir Karl Héðinn. Fyrirmælin nauðsynleg vegna fjölda framboða Varðandi plaggið fyrrnefnda og smölunarsakirnar ber hann fyrir sig að fjöldi sæta í stjórnum sé einfaldlega þvílíkur að ómögulegt væri að vita hver tilheyrði hvaða fylkingu fyrir óbreyttan flokksfélaga nema að fá einhvers konar leiðbeiningar. „Það eru svo ótrúlega mörg nöfn sem voru í framboði í allar stjórnir og við erum með ótrúlega margar stjórnir. Við vitum að félagar okkar margir hverjir vissu ekki hvaða nöfn þeir áttu að kjósa til að kjósa breytingar,“ segir Karl Héðinn. Við taki breyttir tímar fyrir flokkinn. Til stendur að fara í gagngera endurskipulagningu á lögum flokksins og stunda þá vinnu fram að næsta aðalfundi. Hann segir spennandi sumar framundan. „Ég þakka félögum okkar traustið og nú er það okkar stjórnarmannanna að sanna að ásetningur okkar er að valdefla félagsmenn, dreifa valdi og stórbæta vinnubrögð,“ segir Karl Héðinn Kristjánsson.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira