Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2025 11:33 Glódís Perla Viggósdóttir verður í Meistaradeildinni ásamt liðsfélögum sínum í Bayern á næsta tímabili. Hér er hún í leik við Arsenal í haust. Julian Finney/Getty Images Streymisveitan Disney+ hefur tryggt sér sýningarrétt á Meistaradeild kvenna í fótbolta frá og með næstu leiktíð, til fimm ára. Streymisveitur hafa rutt sér til rúms í kvennafótboltanum að undanförnu. Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Disney+ hefur ekki verið áberandi á íþróttamarkaði frá því að streymisveitunni var hleypt af stokkunum fyrir fimm árum síðan en virðist nú vera að taka sín fyrstu skref í átt að beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Walt Disney fyrirtækið hefur samið til fimm ára og mun sýna Meistaradeild kvenna frá næsta tímabili, 2024-25, til 2029-30. Allir 75 leikirnir í keppninni verða sýndir beint á veitunni og samkvæmt frétt The Athletic er unnið að því að stöku leikir verði einnig sýndir frítt á sjónvarpsrásum víða um Evrópu, einn í hverri umferð. Íþróttarásir ESPN munu sjá um framleiðsluna en ESPN er í eigu Disney. Disney tekur við sýningarréttinum af streymisveitunni DAZN sem varð fyrsti alþjóðlegi aðilinn til að sýna Meistaradeild kvenna og hafði réttinn í fjögur ár, frá 2021. Disney+ tekur þetta skref eftir að Netflix tryggði sér réttinn að HM kvenna í fótbolta árin 2027 og 2031. Streymisveiturnar stóru virðast því komnar í samkeppni í heimi kvennafótboltans. Meistaradeild kvenna tekur breytingum á næsta tímabili, sem líkir til breytinganna sem urðu á Meistaradeild karla á yfirstandandi leiktíð. Riðlakeppnin verður lögð af og fækkar liðum úr 32 í 18. Þau 18 lið taka þátt í deildarkeppni, líkt og þeirri sem fór fram í karlaflokki í vetur. Tvö íslensk lið í undankeppninni Þetta þýðir að komist Breiðablik eða Valur í gegnum undankeppnina og inn í hina nýju deildarkeppni Meistaradeildarinnar, þá verða leikir liðanna aðgengilegir á Disney+. Besta deildin á Íslandi er í 15. sæti á styrkleikalista UEFA og þess vegna fá íslensk lið tvö sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar. Bæði Breiðablik og Valur þurfa hins vegar að komast í gegnum tvö stig undankeppni til að ná í hóp átján bestu liða Evrópu sem spila munu í nýju deildarkeppninni í haust. Undankeppninni í Meistaradeild kvenna er skipt í tvennt. Í öðrum hlutanum spila meistaralið úr hverju landi en í hinum hlutanum eru lið sem enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkari deildum álfunnar. Leið Íslandsmeistara Breiðabliks inn í aðalkeppnina er því talsvert raunhæfari en Valskvenna. Dregið verður í undankeppnina 24. júní.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira