„Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. maí 2025 22:18 Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld. Fram sigraði Val með einu marki í kvöld, 27-28, og sópaði Val þar með 3-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
„Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira