„Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. maí 2025 22:18 Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld. Fram sigraði Val með einu marki í kvöld, 27-28, og sópaði Val þar með 3-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
„Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira