Handbolti

Þýska­land, Úrúgvæ og Serbía and­stæðingar Ís­lands á HM

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland komst á HM með tveimur öruggum sigrum í leikjunum umdeildu við Ísrael í umspilinu.
Ísland komst á HM með tveimur öruggum sigrum í leikjunum umdeildu við Ísrael í umspilinu. vísir/Hulda Margrét

Ísland verður með Þýskalandi, Úrúgvæ og Serbíu í riðli á HM í handbolta, sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi í nóvember og desember. Riðill Íslands verður spilaður í Stuttgart. 

HM fer fram í Þýskalandi og Hollandi dagana 26. nóvember til 14. desember. Dregið var í riðla rétt áðan og útsendinguna má sjá hér fyrir neðan.

Alls leika 32 lið á mótinu. Þeim var skipt í fjóra styrkleikaflokka fyrir dráttinn og Ísland var í þriðja flokki. Dregið var í átta fjögurra liða riðla og þar lenti Ísland í C-riðli, með Þýskalandi úr efsta styrkleikaflokki, Úrúgvæ úr öðrum styrkleikaflokki og Serbíu úr fjórða styrkleikaflokki. 

Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla og spila þá að minnsta kosti þrjá leiki til viðbótar. Neðsta lið hvers riðils fer hins vegar í Forsetabikarinn svokallaða.

Íslenska landsliðið vann Forsetabikarinn og hafnaði í 25. sæti á síðasta HM, í desember 2023, þegar liðið tók þátt í mótinu í annað sinn. Fyrsta HM Íslands var árið 2011 þegar liðið hafnaði í 12. sæti.

Búið er að raða liðunum í riðlana átta.

A-riðill: Danmörk

B-riðill: Ungverjaland

C-riðill: Þýskaland

D-riðill: Svartfjallaland, Færeyjar

E-riðill: Holland

F-riðill: Frakkland

G-riðill: Svíþjóð

H-riðill: Noregur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×