Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 12:33 Stuðningsmenn Tindastóls bíða í ofvæni eftir leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Spennuþrungið andrúmsloft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úrslitin í Bónus deildinni í körfubolta ráðast þar í kvöld í oddaleik úrslitaeinvígis Tindastóls og Stjörnunnar. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnuhæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins. „Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Það er bara rosaleg gleði og ánægja ríkjandi. Bara gaman að liðið sé komið svona langt og að við fáum þennan viðburð hingað til okkar á Sauðárkrók. Það eru allir bara rosalega glaðir, við ætlum að halda veislu og hafa gaman. Það er það sem að þetta snýst um,“ segir formaðurinn Dagur Þór Baldvinsson. Og óhætt er að segja að öllu verði til tjaldað hjá Stólunum og búast má við að fólk mæti snemma á íþróttasvæðið til þess að hita upp fyrir leik kvöldsins. „Við byrjum snemma með dagskrá þar sem að Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, Úlfur Úlfur og fleiri stíga á stokk. Það verður gríðarleg stemning hérna.“ Leikur sem gerir mikið fyrir rekstur deildarinnar en Dagur hefur ekki tekið það saman hversu mikið oddaleikur í úrslitaeinvígi í Síkinu getur fært þeim í kassann. „Ég hef ekki tekið það saman og vil ekki vera að skjóta eitthvað út í loftið með það. Það er fínn peningur sem fylgir því að ná svona langt en á sama tíma er dýrt að halda úti svona liði, þetta kostar allt sitt en auðvitað er það plús að komast svona langt, það segir sig sjálft.“ Það er fyrir lifandis löngu uppselt á leikinn og ljóst að færri komast að en vilja. Þetta er fjórða árið í röð þar sem úrslitin í efstu deild ráðast í oddaleik í úrslitaeinvíginu. Formaðurinn hefur fengið þó nokkrar fyrirspurnir varðandi miða frá miðalausum stuðningsmönnum „Já það eru einhverjir sem reyna það en þetta er bara búið og þýðir ekki neitt lengur.“ Tindastóll er á höttunum eftir öðrum Íslandsmeistaratitli sínum en fari liðið með sigur af hólmi í kvöld verður það í fyrsta skipti sem liðið tryggir titilinn á heimavelli. Stjarnan er á sama tíma á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mikið er undir fyrir bæði lið og eins og gefur að skilja er stemningin sérstök á Sauðárkróki í dag og samfélagið þar vart í vinnuhæfu ástandi af spenningi fyrir kvöldinu. „Það er bara staðan. Fólk er með hugann við leikinn í kvöld. Það er bara mikil gleði og eftirvænting ríkjandi í bænum. Það er rosalega gaman að geta boðið upp á oddaleik hér á Sauðárkróki í fyrsta skipti í sögunni.“Dagur leyfir sér ekki að láta hugann reika til þess ef Tindastól tekst ætlunarverk sitt og tryggir Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld. „Nei við ætlum bara að njóta leiksins og augnabliksins, sjá hvert það leiðir okkur. Við fáum fallegan dag á Sauðárkróki. Sólin skín og allir kátir.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan átta. Upphitun fyrir leik hjá strákunum í körfuboltakvöldi hefst klukkustund fyrr, klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira