Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 09:32 Baldur Fritz Bjarnason fór á kostum á sínu fyrsta tímabili í Olís deildinni og varð markakóngur deildarinnar. Áhugi er á hans kröftum erlendis frá en hann ætlar sér að klára eitt tímabil hér heima til viðbótar Vísir/Bjarni Á fyrsta tímabili sínu í efstu deild með nýliðum ÍR fór hinn átján ára gamli Baldur Fritz á kostum og varð markakóngur Olís deildarinnar í handbolta með 211 mörk. Áhugi er á honum erlendis frá en hann ætlar að taka eitt tímabil hér heima í viðbót. ÍR endaði í 10.sæti deildarinnar og náði markmiði sínu sem var að halda sæti sínu í deildinni. Baldur fékk hins vegar hinn jákvæða hausverk að setja sér ný markmið eftir því sem leið á tímabilið, svo vel gekk honum. „Ég var búinn að setja mér mörg markmið um sumarið og ég þurfti að setja mér ný markmið um jólin. Þetta var geggjað tímabil og ógeðslega skemmtilegt. Gaman að fá að spila í efstu deild í fyrsta skipti og það heppnaðist bara vel.“ Og skildi engan undra að stórlið í Evrópu horfi nú hýru auga til Breiðhyltingsins unga en þrátt fyrir athyglina ætlar hann að halda settri stefnu og spila hér heima í efstu deild eitt ár til viðbótar eða þar til hann lýkur sinni menntaskólagöngu. Mennt er máttur og Baldur ætlar sér langt í framhaldinu. „Stefnan er auðvitað bara sett á toppinn. Ég ætla mér þangað. Það er alveg áhugi og eitthvað á borðinu en við bíðum aðeins með þetta. Það er lykilatriði að vera ekki að spá í þessu því þú verður bara ruglaður ef þú pælir alltof mikið í þessu, hugsar um þetta alltaf. Ég reyni bara að taka einn dag í einu og verða eins góður og ég get.“ Baldur hefur hins vegar fengið smjörþefinn af atvinnumanna umhverfinu því hann er nýkominn aftur til landsins eftir að hafa æft með þýska stórliðinu Magdeburg. „Það var ótrúlega gaman. Að fá að spila með þessum gaurum sem eru í heimsklassa og þú hefur fylgst með í mörg ár. Að fá loksins að sjá og vera í þessu umhverfi, vera á æfingum og máta þig við þessa bestu. Það gekk ótrúlega vel og var ótrúlega gaman.“ Máta þig við þessa bestu segir þú. Hvar stóðst þú miðað við þá? „Ég stóð mig mjög vel fannst mér. Ég átti alveg séns í þetta og það er miklu styttra í þetta en maður heldur.“ Olís-deild karla ÍR Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
ÍR endaði í 10.sæti deildarinnar og náði markmiði sínu sem var að halda sæti sínu í deildinni. Baldur fékk hins vegar hinn jákvæða hausverk að setja sér ný markmið eftir því sem leið á tímabilið, svo vel gekk honum. „Ég var búinn að setja mér mörg markmið um sumarið og ég þurfti að setja mér ný markmið um jólin. Þetta var geggjað tímabil og ógeðslega skemmtilegt. Gaman að fá að spila í efstu deild í fyrsta skipti og það heppnaðist bara vel.“ Og skildi engan undra að stórlið í Evrópu horfi nú hýru auga til Breiðhyltingsins unga en þrátt fyrir athyglina ætlar hann að halda settri stefnu og spila hér heima í efstu deild eitt ár til viðbótar eða þar til hann lýkur sinni menntaskólagöngu. Mennt er máttur og Baldur ætlar sér langt í framhaldinu. „Stefnan er auðvitað bara sett á toppinn. Ég ætla mér þangað. Það er alveg áhugi og eitthvað á borðinu en við bíðum aðeins með þetta. Það er lykilatriði að vera ekki að spá í þessu því þú verður bara ruglaður ef þú pælir alltof mikið í þessu, hugsar um þetta alltaf. Ég reyni bara að taka einn dag í einu og verða eins góður og ég get.“ Baldur hefur hins vegar fengið smjörþefinn af atvinnumanna umhverfinu því hann er nýkominn aftur til landsins eftir að hafa æft með þýska stórliðinu Magdeburg. „Það var ótrúlega gaman. Að fá að spila með þessum gaurum sem eru í heimsklassa og þú hefur fylgst með í mörg ár. Að fá loksins að sjá og vera í þessu umhverfi, vera á æfingum og máta þig við þessa bestu. Það gekk ótrúlega vel og var ótrúlega gaman.“ Máta þig við þessa bestu segir þú. Hvar stóðst þú miðað við þá? „Ég stóð mig mjög vel fannst mér. Ég átti alveg séns í þetta og það er miklu styttra í þetta en maður heldur.“
Olís-deild karla ÍR Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira