Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 15:37 Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Getty Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko. Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Marko Bošnjak söng lagið Poison Cake fyrir hönd Króatíu í Eurovision í Basel. Hann kom fram á fyrra undankvöldi keppninnar, líkt og Ísland, en komst ekki upp úr riðlinum. Hann endaði í tólfta sæti af fimmtán, en tíu efstu fengu sæti í úrslitunum. Ísland endaði í sjötta sæti og flaug því í gegn. Eftir að Marko komst ekki áfram fór hann á hinn fræga EuroClub, sem er næturklúbbur þar sem eingöngu eru spiluð Eurovision-lög. Klúbburinn er aðeins starfræktur dagana í kringum keppnina og þá í borginni þar sem keppnin er haldin. Þar ræddi hann við vini sína um ýmsa hluti, og einstaklingur sem sat þar við hlustir ritaði færslu um hvað hafði verið sagt á Twitter. Var Marko sakaður um að hafa verið að tala afar illa um aðra keppendur og kalla eftir því að Úkraína yrði dæmt úr keppni þar sem Úkraínumenn eru í stríði við Rússa, sem hafa nú þegar verið reknir úr Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva og mega ekki taka þátt. Marko svaraði þessum ásökunum á Instagram. Hann viðurkenndi að hann hafi verið að baktala aðra keppendur, þar sem að hann hafi skrifað undir samning að hann mætti ekki gera það á meðan keppni stæði yfir, annars gæti hann verið dæmdur úr leik. Fyrst hann hafi verið dottinn út hafi hann viljað njóta með vinum sínum og baktala þá sem hann vildi baktala. Hann vildi þó ekki gangast við því að hafa sagt að vísa ætti úkraínska atriðinu úr keppni. Hann hafi eingöngu verið að meina að ríki í stríði ættu ekki að fá að taka þátt, ekki að vísa ætti þessu tiltekna atriði úr keppninni í ár. „Ég vona að allir í Úkraínu verði öruggir. Takk fyrir að gefa mér átta stig í undanúrslitunum. Ég er mjög þakklátur fyrir það, og ég elska fólk frá Úkraínu. Hins vegar, þar sem keppninni er loksins lokið get ég loksins sagt hvað mér finnst. Það ætti að banna Ísrael í Eurovision. Það er enginn grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Þeir fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ sagði Marko á Instagram. Því næst sagði hann að hans skoðun væri að öll lönd sem eru í einhverskonar stríðsrekstri eigi ekki að fá að taka þátt í Eurovision. Sama hvort þau séu að ráðast á annað land eða verið sé að ráðast á þau. „Lönd sem eru í miðju stríði búa til mjög skrítið andrúmsloft í Eurovision. Þau gera keppnina mjög pólitíska. Stjórnendur halda því fram að keppnin eigi ekki að vera pólitísk, en við vitum að svo er ekki raunin. Úkraína vann fyrri undanriðilinn og Ísrael þann seinni,“ sagði Marko. „Því miður er úkraínska þjóðin dreifð út um alla Evrópu, vegna mjög hræðilegs ástands þar í landi. Það þýðir að þeir muni kjósa sitt land í Eurovision. Þeir geta kosið Úkraínu í því landi sem þeir búa í núna. Ég kallaði aldrei eftir því að Úkraínu yrði vikið úr keppninni, heldur eftir því að við myndum auka umræðuna um þátttöku ríkja sem eru í stríði. Hvers konar andrúmsloft þau koma með inn í keppnina,“ sagði Marko.
Eurovision Eurovision 2025 Króatía Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tónlist Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“