„Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 12:08 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra tekur undir það með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að bæta þurfi tungumálakunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga. Vegna mönnunarvanda sé það þó ekki raunhæfur kostur að neita starfsfólki af erlendu þjóðerni um starfsleyfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“ Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“
Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira