Agnes Johansen er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. maí 2025 11:15 Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi, er látin. Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi og einn af lykilframleiðendum RVK Studios, lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík sunnudaginn 18. maí, 66 ára að aldri. Aðstandendur Agnesar greindu frá andláti hennar í tilkynningu. Agnes fæddist 27. september 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, elst í hópi sex systkina. Foreldrar hennar eru Kristín Ásgeirsdóttir húsmóðir og Rolf Johansen stórkaupmaður, sem lést árið 2007. Agnes stundaði nám í Langholtsskóla, Kvennaskólanum og Verslunarskóla Íslands og lauk síðan kennararéttindum frá Kennaraháskólanum árið 1982. Dans átti stóran þátt í lífi Agnesar alla tíð en hún varð fyrsti Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum árið 1981 ásamt Ásgeiri Ragnari Bragasyni. Ötull framleiðandi barnaefnis, kvikmynda og sjónvarpsþátta Agnes starfaði við kennslu og barnatengt efni í sjónvarpi á níunda áratugnum, stjórnaði Stundinni okkar á RÚV og sá um allt barnasjónvarpsefni Stöðvar 2 um árabil. Eftir fimmtán ára starf við dagskrárgerð og framleiðslu hjá RÚV og Stöð 2, og síðar sem framleiðslustjóri hjá Sagafilm, sneri hún sér alfarið að kvikmyndagerð. Agnes hóf samstarf við Baltasar Kormák hjá Sögn ehf. við framleiðslu Hafsins, annarrar kvikmyndar hans, árið 2001. Hjá Sögn framleiddi hún myndir á borð við A Little Trip to Heaven (2005), Mýrina (2006), Reykjavík-Rotterdam (2008), Brúðgumann (2009) og Djúpið (2012). Agnes varð síðar einn af lykilframleiðendum RVK Studios þegar framleiðslufyrirtækið var stofnað árið 2012. Á meðal mynda sem Agnes framleiddi þar eru Fúsi (2015) og Against the Ice (2022), auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu (2021). Þá var hún yfirframleiðandi Eiðsins (2016) og allra þriggja þáttaraða Ófærðar (2015-2021) Agnes kom að gerð fjölda íslenskra og alþjóðlegra kvikmynda og sjónvarpsverkefna og var þekkt fyrir fagmennsku, elju og hlýlegt viðmót. Hennar síðasta kvikmyndaverkefni var Snerting (2024). Hún starfaði við kvikmyndagerð allt til æviloka. Agnes lætur eftir sig tvær dætur og fjögur barnabörn. Andlát Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Aðstandendur Agnesar greindu frá andláti hennar í tilkynningu. Agnes fæddist 27. september 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, elst í hópi sex systkina. Foreldrar hennar eru Kristín Ásgeirsdóttir húsmóðir og Rolf Johansen stórkaupmaður, sem lést árið 2007. Agnes stundaði nám í Langholtsskóla, Kvennaskólanum og Verslunarskóla Íslands og lauk síðan kennararéttindum frá Kennaraháskólanum árið 1982. Dans átti stóran þátt í lífi Agnesar alla tíð en hún varð fyrsti Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum árið 1981 ásamt Ásgeiri Ragnari Bragasyni. Ötull framleiðandi barnaefnis, kvikmynda og sjónvarpsþátta Agnes starfaði við kennslu og barnatengt efni í sjónvarpi á níunda áratugnum, stjórnaði Stundinni okkar á RÚV og sá um allt barnasjónvarpsefni Stöðvar 2 um árabil. Eftir fimmtán ára starf við dagskrárgerð og framleiðslu hjá RÚV og Stöð 2, og síðar sem framleiðslustjóri hjá Sagafilm, sneri hún sér alfarið að kvikmyndagerð. Agnes hóf samstarf við Baltasar Kormák hjá Sögn ehf. við framleiðslu Hafsins, annarrar kvikmyndar hans, árið 2001. Hjá Sögn framleiddi hún myndir á borð við A Little Trip to Heaven (2005), Mýrina (2006), Reykjavík-Rotterdam (2008), Brúðgumann (2009) og Djúpið (2012). Agnes varð síðar einn af lykilframleiðendum RVK Studios þegar framleiðslufyrirtækið var stofnað árið 2012. Á meðal mynda sem Agnes framleiddi þar eru Fúsi (2015) og Against the Ice (2022), auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu (2021). Þá var hún yfirframleiðandi Eiðsins (2016) og allra þriggja þáttaraða Ófærðar (2015-2021) Agnes kom að gerð fjölda íslenskra og alþjóðlegra kvikmynda og sjónvarpsverkefna og var þekkt fyrir fagmennsku, elju og hlýlegt viðmót. Hennar síðasta kvikmyndaverkefni var Snerting (2024). Hún starfaði við kvikmyndagerð allt til æviloka. Agnes lætur eftir sig tvær dætur og fjögur barnabörn.
Andlát Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira