Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2025 08:06 Jürgen Klopp hlær mögulega bara að fréttunum frá Ítalíu. Getty/Jan Woitas Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni. Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka. Ítalski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Dahlmeier fannst látin Sport Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka.
Ítalski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Dahlmeier fannst látin Sport Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira