Innlent

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ekki liggur fyrir á hvaða hóteli ferðamaðurinn reyndi að stinga af frá reikningi sínum.
Ekki liggur fyrir á hvaða hóteli ferðamaðurinn reyndi að stinga af frá reikningi sínum. Vísir/Vilhelm

Einn gisti í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir að hafa reynt að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi. Fram kemur í dagbók að málið sé til rannsóknar en ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvaða hótel um ræðir. Atvikið á sér þó stað hjá stöð 1 sem sér um Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes.

Annars sinnti lögreglan ýmsu verkefnum vegna gruns um akstur undir áhrifum auk þess sem lögregla á stöð 1 var kölluð til vegna yfirstandandi innbrots í austurbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þau hafi verið fljót á staðinn og telji að þjófurinn hafi ekki náð að taka nein verðmæti.

Á lögreglustöð 2 sinnti lögregla útkalli vegna innbrots í geymsluskúr og aðstoðaði við umferðarslys þar sem bíll og reiðhjól skullu saman. Stöð 2 er með Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes.

Hjá stöð 3 var lögregla kölluð til vegna innbrots í fyrirtæki. Þar var búið að brjóta rúðu og fara inn í verslun.Málið er til rannsóknar en ekki kemur fram hvar fyrirtækið er statt. Stöð 3 sér um Kópavog og Breiðholt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×