Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar 18. maí 2025 15:31 Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Hinsegin Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 18. maí, fögnum við Alþjóðlega safnadeginum, að þessu sinni undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Þennan dag hugsum við um þann kraft sem söfn búa yfir sem mikilvægar samfélagslegar stofnanir sem hjálpa okkur að öðlast dýpri skilning á heiminum og hvert öðru. Á svo róstusömum tímum sem við lifum núna verður hlutverk safna sem vettvangur fyrir samtal, samkennd og skilning mikilvægara enn nokkru sinni fyrr. Þema safnadagsins á þessu ári á sér aðra skírskotun. Það kallast nefnilega á við þema næsta allsherjarþings ICOM, sem haldið er á þriggja ára fresti og fer fram síðar á árinu. Þá mun safnafólk hvaðanæva að koma saman til að velta fyrir sér framtíð safna og hlutverki þeirra í heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Hér á Íslandi – þar sem söfn njóta mikils trausts og gegna mikilvægu fræðslu- og varðveisluhlutverki – er þetta kærkomið tækifæri til að staldra við og huga að því hvernig við stöndum okkur bæði í hinu innlenda og alþjóðlega samhengi. Tækifæri til að horfa bæði inn á við, á það sem söfn gera fyrir okkar eigið samfélag, og út á við, á það sem söfn geta gert fyrir heiminn. Dagurinn fyrir safnadaginn, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Í tilefni dagsins sendu Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráðs safna, og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) frá sér sameiginlega yfirlýsingu, undirritaða af safnstjórum víðs vegar að af landinu, auk fulltrúa Rannsóknaseturs í safnafræði og safnaráðs. Í yfirlýsingunni er fjallað um mikilvægi þess að fordæma tilraunir valdhafa til að endurskrifa söguna, ritskoða frásagnir safna og jaðarsetja minnihlutahópa enn frekar – sérstaklega trans og intersex fólk, sem er nú skotspónn afturhaldssamra afla víða um heim. Þá ítrekum við að það sé skylda safna að standa vörð um mannréttindi, miðla fjölradda frásögnum og skapa öruggt rými fyrir öll. Söfn eru ekki hlutlaus, á því er enginn vafi. Þau eru samfélagsstofnanir með siðferðilega ábyrgð. Um allan heim höfum við séð mannfjandsamleg viðhorf og orðræðu sækja í sig veðrið, sem svo brýst út í átökum, stríði og linnulausum blóðsúthellingum – frá innrás Pútíns í Úkraínu og þjóðarmorði Netanjahús í Palestínu, til stórskæðrar þjóðernishyggju Trumps og árása hans á samfélagssáttmálann og þau lýðræðisgildi sem mörg okkar hafa jafnvel tekið sem gefnum. Slíkar aðgerðir ógna ekki aðeins friði og mannréttindum, heldur grafa einnig undan öllu því sem við eigum sameiginlegt og er kjarninn í starfi menningar- og menntastofnana líkt og safna, sem reyna að varðveita og túlka sögu okkar allra. Söfn á Íslandi – og víðar – verða að taka afstöðu gegn þessari þróun. Við verðum að standa vörð um akademískt frelsi og réttindi þeirra sem eiga undir högg að sækja, auk þess að vera reiðubúinn að takast á við erfið málefni í fortíð, nútíð og framtíð. Við verðum einnig að leggja rækt við fjölbreytileika – ekki aðeins sem óljóst hugtak, heldur sem útgangspunkt á vegferð okkar til að móta samfélagið í þágu aukinnar inngildingar, tengsla og friðar. Því er mikilvægt að við séum þess ávallt minnug að söfn eru ekki aðeins verndarar fortíðar, heldur vörður sem marka leiðina að réttlátari og friðsamari heimi. Höfundur er formaður Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun