„Ég get ekki beðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 20:02 Elín Rósa Magnúsdóttir mun stýra sóknarleik Valsliðsins í leik morgundagsins. Vísir/Ívar Elín Rósa Magnúsdóttir er yfir sig spennt fyrir leik Vals við spænska liðið Porriño á morgun. Það er ekki að ástæðulausu. Fyrsti Evróputitill íslensks kvennaliðs í sögunni er undir. „Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Tilfinningin er bara góð. Það er loksins að koma að þessu, maður er búinn að vera svolítið að bíða þessa vikuna. Maður er bara spenntur fyrir þessu. Það er svolítið skrýtið að bíða í heila viku eftir næsta leik við sama lið,“ segir Elín Rósa í samtali við íþróttadeild. Klippa: Mikil spenna fyrir risaleik Fyrri leiknum við Porriño ytra síðasta laugardag lauk með jafntefli en Valskonur höfðu verið þar betri aðilinn og leitt stóran hluta. Valskonur hafa gert vel á milli leikja í einvígjum sínum í keppninni hingað til í vetur og undantekningalaust gert betur í síðari leiknum en þeim fyrri. Elín segir vel hafa verið farið yfir málin og vonast til að greiningavinna þjálfarateymisins skili sér. „Það er margt sem við getum gert betur og gott að eiga seinni leikinn hérna heima. Við sáum að það eru margir auðveldir hlutir sem við getum lagað sem er bara jákvætt. Við þurfum að bæta vörnina svolítið og nokkrir punktar í sókn líka,“ segir Elín Rósa. Elín Rósa kom Val yfir á lokasekúndum leiksins ytra en þær spænsku jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Því er um hreinan úrslitaleik að ræða og staðan í einvíginu í raun 0-0. Elín segir það ágætt, Valskonur þurfi einfaldlega að vinna leikinn og hugsa ekki um að verja forystu eða að vinna með ákveðnum markafjölda. „Það er líka bara fínt, svona eftir á. Maður hefði alveg þegið eitt eða tvö mörk í plús. En það er bara fínt að vera í 0-0 sem segir líka bara hversu jöfn þessi lið eru,“ segir Elín sem mun taka því rólega fram að leik morgundagsins. „Það er bara að njóta aðeins í sólinni. Svo er bara æfing og fundur á eftir þar sem við förum yfir vörnina. Það er bara að hvíla sig vel, nærast og vakna snemma á morgun og takast á við þetta verkefni.“ En er ekki hálf súrrealískt að úrslitaleikur í Evrópukeppni sé að fara fram á Hlíðarenda? „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hefur ekki náð utan um þetta allt saman, að það sé bara komið að þessu. Allt íþróttafólk á bara að mæta, það verður frábær umgjörð hérna líka. Dansatriði, söngatriði, skemmtanir fyrir börnin, matur og drykkur og allt eins og það á að vera,“ Hversu spennt ertu? „Ég bara get ekki beðið,“ segir Elín og hlær. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Vals og Porriño fer fram klukkan 15:00 á morgun og verður sýndur beint á RÚV. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira