Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 16:15 Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnari síðustu vikur og hann segist hafa bætt sig mjög sem þjálfari þrátt fyrir að eyða ekki miklum tíma á æfingavellinum. Vísir/Bjarni Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson er brattur fyrir komandi leiki karlalandsliðsins í fótbolta við Skotland og Norður-Írland. Mikill lærdómur hafi falist í erfiðum fyrsta landsliðsglugga fyrr í vor. Arnar stýrði sínum fyrstu leikjum með landsliðinu í mars síðastliðnum þegar liðið tapaði fyrir Kósóvó í tveggja leikja umspili og féll þar af leiðandi í C-deild Þjóðadeildar. Umræðan í kringum liðið var eftir úrslitunum og töluvert gagnrýnd. Arnar viðurkennir að sú umræða hafi tekið á hann. Klippa: Nýr veruleiki Arnars, vegferðin og óðs manns æði „Hún gerði það, maður er mannlegur og mikill keppnismaður. Maður er ekki að þessu til gamans og auðvitað skipta úrslitin máli. En í þessum glugga skipti líka miklu máli að leikmenn fengu að kynnast mér og ég þeim. Og að byrja einhversstaðar á þessari vegferð,“ segir Arnar sem er umhugað um framfaraskref og kollvörpun á leikstíl liðsins. „Fyrir mér var glugginn mjög góður hvað það varðar. Svo höldum við áfram í næsta glugga og reynum að vera tilbúnir í haust.“ Sumir lost, en það er allt í lagi Arnar segir verkefnið sé ekki einfalt. Að umbylta leikstíl liðs og endurstilla DNA íslenska landsliðsins sem hefur náð árangri með ákveðnum áherslum. Áherslum sem nú sé í raun kastað út á hafsauga. Hann er meðvitaður um brjálæðið sem slíkt er í umhverfi sem gefur skamman tíma til undirbúnings og vinnu. „Það er óðs manns æði í landsliðsumhverfi að reyna að breyta leikstíl landsliðsins svona mikið á stuttum tíma, með fáar æfingar og fáa fundi. Ég ætla samt að gera þetta, það er ekkert flóknara en það,“ „Við ætlum að gera þetta og strákarnir eru mjög opnir og jákvæðir. Sumir hafa náð þessu mjög fljótt og aðrir eru lost. Það er bara allt í lagi. Það er bara einn gluggi búinn og næsti tekur við,“ „Svona hefst vegferðin. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Arnar. Hvað ertu eiginlega að gera? Arnar hefur þá þurft að venjast nýju starfsumhverfi. Hann kveðst hafa tekið út þroska við nýjar aðstæður og bæti sig sem þjálfari á hverjum degi, þrátt fyrir að hann eyði ekki miklum tíma úti á æfingavelli. Arnar Gunnlaugsson var brattur í sólinni í Laugardal.Vísir/Bjarni „Það spyrja mig allir að þessari spurningu: „Hvað ertu eiginlega að gera á milli glugga?“ Staðreyndin er sú að það er liggur við meira að gera en í félagsliðaboltanum. Það eru margir leikmenn sem þarf að fylgjast með og ég nýti tækifærið að endurmennta mig, ef svo má að orði komast, að horfa mikið á elítufótbolta í hinum stóra heimi. Ég tel mig vera orðinn miklu sterkari þjálfara en fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég nýt mín vel í þessu starfi,“ „Við höfum stuttan tíma en á móti kemur að við erum með elítuhóp af góðum leikmönnum. Þeir leikmenn sem voru aðeins seinni til að ná þessu í síðasta glugga fá nú tækifæri til að endurmennta sig aftur. Það er áskorun, skemmtileg, og alls ekki verkefni sem ég kvíði fyrir,“ segir Arnar. Nýjar upplifanir Daglegar æfingar og fundir sem hann er vanur úr Víkinni eru á bak og burt. Það krefst aðlögunarhæfni að takast á við þennan nýja veruleika. „Það var rosaleg upplifun, sem ég hafði ekki upplifað áður, eftir síðasta glugga að fá ekki æfingar strax í kjölfarið og fundi. Þeir fara náttúrulega bara í sína vinnu og þú getur ekki verið að bögga þá dagsdaglega með einhverjum taktískum fundum og vídeóklippum. Þeir hafa nóg um sjálfa sig í eigin vinnu. Það hefur verið mikil áskorun,“ segir Arnar. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Arnar stýrði sínum fyrstu leikjum með landsliðinu í mars síðastliðnum þegar liðið tapaði fyrir Kósóvó í tveggja leikja umspili og féll þar af leiðandi í C-deild Þjóðadeildar. Umræðan í kringum liðið var eftir úrslitunum og töluvert gagnrýnd. Arnar viðurkennir að sú umræða hafi tekið á hann. Klippa: Nýr veruleiki Arnars, vegferðin og óðs manns æði „Hún gerði það, maður er mannlegur og mikill keppnismaður. Maður er ekki að þessu til gamans og auðvitað skipta úrslitin máli. En í þessum glugga skipti líka miklu máli að leikmenn fengu að kynnast mér og ég þeim. Og að byrja einhversstaðar á þessari vegferð,“ segir Arnar sem er umhugað um framfaraskref og kollvörpun á leikstíl liðsins. „Fyrir mér var glugginn mjög góður hvað það varðar. Svo höldum við áfram í næsta glugga og reynum að vera tilbúnir í haust.“ Sumir lost, en það er allt í lagi Arnar segir verkefnið sé ekki einfalt. Að umbylta leikstíl liðs og endurstilla DNA íslenska landsliðsins sem hefur náð árangri með ákveðnum áherslum. Áherslum sem nú sé í raun kastað út á hafsauga. Hann er meðvitaður um brjálæðið sem slíkt er í umhverfi sem gefur skamman tíma til undirbúnings og vinnu. „Það er óðs manns æði í landsliðsumhverfi að reyna að breyta leikstíl landsliðsins svona mikið á stuttum tíma, með fáar æfingar og fáa fundi. Ég ætla samt að gera þetta, það er ekkert flóknara en það,“ „Við ætlum að gera þetta og strákarnir eru mjög opnir og jákvæðir. Sumir hafa náð þessu mjög fljótt og aðrir eru lost. Það er bara allt í lagi. Það er bara einn gluggi búinn og næsti tekur við,“ „Svona hefst vegferðin. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Arnar. Hvað ertu eiginlega að gera? Arnar hefur þá þurft að venjast nýju starfsumhverfi. Hann kveðst hafa tekið út þroska við nýjar aðstæður og bæti sig sem þjálfari á hverjum degi, þrátt fyrir að hann eyði ekki miklum tíma úti á æfingavelli. Arnar Gunnlaugsson var brattur í sólinni í Laugardal.Vísir/Bjarni „Það spyrja mig allir að þessari spurningu: „Hvað ertu eiginlega að gera á milli glugga?“ Staðreyndin er sú að það er liggur við meira að gera en í félagsliðaboltanum. Það eru margir leikmenn sem þarf að fylgjast með og ég nýti tækifærið að endurmennta mig, ef svo má að orði komast, að horfa mikið á elítufótbolta í hinum stóra heimi. Ég tel mig vera orðinn miklu sterkari þjálfara en fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég nýt mín vel í þessu starfi,“ „Við höfum stuttan tíma en á móti kemur að við erum með elítuhóp af góðum leikmönnum. Þeir leikmenn sem voru aðeins seinni til að ná þessu í síðasta glugga fá nú tækifæri til að endurmennta sig aftur. Það er áskorun, skemmtileg, og alls ekki verkefni sem ég kvíði fyrir,“ segir Arnar. Nýjar upplifanir Daglegar æfingar og fundir sem hann er vanur úr Víkinni eru á bak og burt. Það krefst aðlögunarhæfni að takast á við þennan nýja veruleika. „Það var rosaleg upplifun, sem ég hafði ekki upplifað áður, eftir síðasta glugga að fá ekki æfingar strax í kjölfarið og fundi. Þeir fara náttúrulega bara í sína vinnu og þú getur ekki verið að bögga þá dagsdaglega með einhverjum taktískum fundum og vídeóklippum. Þeir hafa nóg um sjálfa sig í eigin vinnu. Það hefur verið mikil áskorun,“ segir Arnar. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira