Innlent

Raf­magns­laust á Granda

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar við Grandagarð og nágrenni í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veitna.

„Unnið er að því að greina bilun og vonast er til að rafmagn verði komið á innan stundar. Við munum uppfæra á vef eftir því sem fram vindur,“ segir í tilkynningunni.

Fréttastofa hefur fengið ábendingar um að rafmagnsleysið hafi, þegar þetta er skrifað, staðið yfir í fimmtán til tuttugu mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×