Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 11:22 Þessi köttur er ekki með neinn kraga en í sameiginlegri yfirlýsingu eru kattaeigendur hvattir til þess að setja kraga á kettina sína. Vísir/Vilhelm Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. „Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér. Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér,“ segir í sameiginlegri tilkynningu samtakanna um málið. Þar kemur fram að fuglarnir geri sér hreiður og liggi á eggjunum í um tvær til þrjár vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út. Varað er við því að kettir séu rándýr og ítrekað mikilvægi þess að hugi að því að kettirnir þeirra valdi ekki fugladauða. Í yfirlýsingunni er svo að finna góð ráð fyrir kattaeigendur. Þar er til dæmis lagt til að halda köttunum inni yfir kvöld og nótt, um það bil frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 að morgni. Þannig megi að miklu leyti koma í veg fyrir veiðar katta, en kettir sjá betur þegar það fer að rökkva og eiga þá betur með að veiða fugla. Kettirnir fara jafvel upp í tré til að sækja eggin komist þeir upp. Vísir/Vilhelm Til að venja ketti á að koma inn seinnipartinn sé hægt að gefa þeim eitthvað sem eigandinn veit að kisu finnst gott. Hafa þurfi þó í huga að kettir þurfi meiri leik og athygli heima við á þessum tíma. Þá segir að þeim sem séu miklar veiðiklær sé best að halda inni á varptíma fugla þar sem þeir fari jafnvel upp í hreiður til að drepa unga og geti veitt tugi fugla yfir sumartímann. Þá er í yfirlýsingunni bent á að rannsóknir hafi sýnt að kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Fuglar koma fyrr auga á ketti með litríka kraga og eigi þá betur með að forða sér. Bjöllur geri eitthvað gagn við að minnka veiðar katta, en lítið á við kragana. Kragana sé hægt að fá á allnokkrum stöðum svo sem hjá Fuglavernd, í Kattholti, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, gæludýraverslunum og hjá dýralæknum. Hægt er að kynna sér málið betur hér.
Dýr Kettir Fuglar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira