Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 08:21 Heiladauðri konu er nú haldið í öndunarvél til að halda áfram að ganga með fóstur á Emory-háskólasjúkrahúsinu í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. AP/Brynn Anderson Læknar á sjúkrahúsi í Georgíu í Bandaríkjunum hafa sagt aðstandendum heiladauðrar konu að þeir þurfi að halda henni í öndunarvél nógu lengi til þess að hægt sé að koma fóstri sem hún gekk með í heiminn. Ástæðuna segja þeir stranga þungunarrofslöggjöf í ríkinu. Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira