Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 08:21 Heiladauðri konu er nú haldið í öndunarvél til að halda áfram að ganga með fóstur á Emory-háskólasjúkrahúsinu í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. AP/Brynn Anderson Læknar á sjúkrahúsi í Georgíu í Bandaríkjunum hafa sagt aðstandendum heiladauðrar konu að þeir þurfi að halda henni í öndunarvél nógu lengi til þess að hægt sé að koma fóstri sem hún gekk með í heiminn. Ástæðuna segja þeir stranga þungunarrofslöggjöf í ríkinu. Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira