„Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2025 15:02 Egill er nýr Borgarleikhússtjóri. Egill Heiðar Anton Pálsson er kominn heim eftir 26 ár af því sem hann kallar sjálfskipaða útlegð. En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira