Innlent

Rassía lög­reglu á Suður­lands­vegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lörgegluþjónar skoða bílana og skrá niður upplýsingar.
Lörgegluþjónar skoða bílana og skrá niður upplýsingar. Vísir/Anton Brink

Lögregluembætti landsins og skattayfirvöld gripu til eftirlitsaðgerða á Suðurlandsvegi rétt fyrir utan borgarmörkin í morgun. Töluverður fjöldi lögreglumanna er á vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er verið að skoða ástand ökutækja, réttindi til aksturs og ásþyngd ökutækja. Sömuleiðis er verið að skoða hópferðaleyfi langferðabíla og sinna landamæraeftirliti. Þá sinnir Skatturinn eftirliti út frá sínum skyldum.

Jón Ólafsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir aðgerðirnar mikilvægar. Lögregla sé að fóta sig áfram í aðgerðunum sem hafi gengið vel. Samkvæmt hans upplýsingum hefur ekkert óvænt komið upp í aðgerðum lögreglu hingað til.

Tómas Arnar Þoráksson fréttamaður okkar ræðir við Jón hér að neðan.

Sigurður Már Sigþórsson vörubílstjóri er ekki sáttur við framkvæmd eftirlits lögreglu á Suðurlandsvegi og telur hana ekki lögum samkvæmt. 

Aðalbjörn Guðmundur Sverrisson vörubílstjóri tekur eftirliti lögreglu af stökustu ró. Hann fagnar eftirliti lögreglu svo framarlega sem það taki ekki of mikinn tíma.

Að neðan má sjá myndir sem Anton Brink ljósmyndari okkar tók á vettvangi á ellefta tímanum.

Flutningabílar eru stöðvaðir og beint inn á svæði þar sem farartækin eru tekin í skoðun.Vísir/Anton Brink
Flutningabíl beint inn á skoðunarsvæði.Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Nokkur fjöldi vöruflutningabíla hefur verið stöðvaður.Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×