Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2025 08:00 Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Fíkn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Þess vegna skiptir höfuðmáli að tryggja fólki aðgang að viðeigandi meðferð – og einkum og sér í lagi meðferð sem hentar hverjum og einum best. Á Íslandi stendur fíknisjúkum til boða að bæði fagleg og góð meðferð , en það er aftur á móti ekki svo að ein meðferð henti endilega öllum. Nauðsynlegt er að tryggja að fjölbreytt úrræði standi sjúklingum til boða þegar þeir eru tilbúnir að leita sér meðferðar. Einstaklingsbundin nálgun er lykillinn að árangri í þessum efnum. Jafnvel svo að í sumum tilfellum getur verið mikill ávinningur falist í því að sækja meðferð út fyrir landsteinana. Breytt umhverfi, fjölbreyttari úrræði, eða sérhæfð meðferðarúrræði sem standa ekki til boða hér á landi geta skipt sköpum í bataferlinu. Ég hef ítrekað talað fyrir nauðsyn þess á þingi að að Sjúkratryggingar taki þátt í að niðurgreiða kostnaðar við meðferð erlendis jafnt sem hérlendis. Nú síðast lagði ég fram fyrirspurn á heilbrigðisráðherra um þetta efni. Fyrirspurnin sneri annars vegar að því hversu oft Sjúkratryggingar hafi tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendir síðastliðin fimm ár. Í svari ráðuneytisins segir að upplýsingar séu ekki tiltækar fyrir árin 2020 og 2021 en árið 2022 hefðu 13 umsóknir borist stofnuninni og átta þeirra samþykktar. Ári seinna barst engin slík umsókn og árið 2024 voru þær átta talsins þótt enn hafi aðeins komið til útgjalda vegna fjögurra þeirra. Hins vegar falaðist ég eftir sýn ráðherrans til mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og hvort til skoðana væri að gera samninga þess efnis. Ráðuneytið svaraði því þannig til að sjúkratryggðir ættu rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri EES-ríkja en samþykki Sjúkratrygginga þyrfti til. Þótt fáir leitist eftir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar erlendis sé þessi réttur mikilvægur hverjum þeim sem telja auknar líkur á að meðferð erlendis skili meiri árangri. Takmarkaður fjöldi slíkra umsókna hefur þó ekki gefið tilefni til samningagerðar við erlenda meðferðaraðila. Þá séu ekki fordæmi fyrir því að samið sé við erlenda aðila ef meðferð er í boði hér á landi. Spurningin sem blasir nú við er hvers vegna aðeins örfáar umsóknir um meðferð á erlendri grundu hafi hingað til borist Sjúkratryggingum? Ég tel að ástæðan hljóti að vera sú að fólk fái almennt þau svör að slíkt sé aðeins gert í undantekningartilfellum. Þær fáu umsóknir sem þó berast eru svo nýttar sem rök fyrir því að ekki þurfi að gera sérstaka samninga við erlenda meðferðaraðila. Ég er ósammála þessari nálgun, á sama tíma og við þurfum að semja við og styrkja þá öflugu aðila sem sinna fíknisjúkum hér á landi þá er í sumum tilfellum nauðsynlegt fyrir sjúklinga að komast af landi brott í nýtt umhverfi og fá þar meðferð við hæfi. Við verðum að nálgast fíknisjúkdóma sem það heilsufarsvandamál sem þeir eru – af ábyrgð, með samúð og með lausnamiðaðri nálgun. Það ætti að vera sjálfsagt að þeir sem þurfa á því að halda fái tækifæri til að nýta bestu meðferð sem völ er á – hvort sem hana er að finna hér heima eða erlendis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun