Innlent

Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mynd af björgunarbáti Landsbjargar á Drangsnesi.
Mynd af björgunarbáti Landsbjargar á Drangsnesi. Vísir/Vilhelm

Tilkynning barst til neyðarlínunnar frá íbúa á Hauganesi sem taldi sig sjá bát í vandræðum á miðjum Eyjafirði. Hann sagði bátinn hafa horfið sjónum og ekkert sést meir. Leit stendur yfir.

Erindið barst Landhelgisgæslunni á áttunda tímanum í dag sem sendi þyrlu af stað á vettvang og viðbragðsaðilar við Eyjafjörð voru ræstir út.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greini frá því í færslu á samfélagsmiðlum að Landhelgisgæslan hafi óskað eftir því að aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri tæki við stjórn leitaraðgerða. Björgunarsveitir á svæðinu og lögreglan sendu fjögur flygildi, fjóra báta og þrjár sæþotur til leitar á vettvang.

Þar aða auki sinntu með menn sjónauka eftirliti úr landi og farið var í smábátahafnir vði Eyjafjörð og grennslast fyrir um hvort einhverja báta vantaði.

Ekkert fannst við þessa leit eða eftirgrennslan sem benti til þess að bátur hefði farið niður, að sögn lögreglunnar.

Leit verður væntanlega hætt fljótlega ef ekkert kemur fram en þyrla kom á vettvang upp úr sjö og kembdi svæðið. Ekkert bendir til slyss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×