Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 07:02 Stuðningsfólk Manchester United er ekki beint ánægt með eigendur félagsins. James Gill/Getty Images Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur ákveðið að borga fyrir fjölskyldur starfsliðs síns á úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að í ljós kom að félagið myndi aðeins gefa hverjum starfsmanni möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn gegn Tottenham Hotspur. ESPN greinir frá því að starfslið aðalliðs Man United hafi aðeins fengið möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn. Þá var félagið ekki til í að leggja neitt til varðandi ferðakostnað. Það kemur í raun ekki á óvart þar sem Sir Jim Ratcliffe og Glazer-fjölskyldan gerðu slíkt hið sama þegar félagið komst í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta ári. Þá reyndi fyrirliðinn Bruno Fernandes að kaupa miða fyrir þá meðlimi starfsliðsins sem ekki fengu miða en forráðamenn félagsins leyfðu það ekki því það myndi líta illa út fyrir þá. Áður var venjan að félagið borgaði fyrir ferðina til Lundúna, gistingu og miða á völlinn en nú eru breyttir tímar. Þjálfarinn Rúben Amorim tók þetta hins vegar ekki í mál og vildi sýna stuðning í verki. Hann hefur því ákveðið að sjá til þess að allir starfsmenn geti tekið tvo aðila með sér á leikinn. Svo virðist sem hann hafi fengið það í gegn ólíkt Bruni á síðustu leiktíð. Í frétt ESPN um málið er bent á að París Saint-Germain hafi ákveðið að borga fyrir 600 starfsmenn félagsins á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ruben Amorim pays for Manchester United staff tickets for Europa League final after being told club would not fund trip to Bilbao https://t.co/YUve1Ek5TF— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 13, 2025 Man United og Tottenham mætast í Bilbao þann 21. maí næstkomandi. Sigurvegarinn stendur uppi sem Evrópudeildarmeistari og mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðin eru í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
ESPN greinir frá því að starfslið aðalliðs Man United hafi aðeins fengið möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn. Þá var félagið ekki til í að leggja neitt til varðandi ferðakostnað. Það kemur í raun ekki á óvart þar sem Sir Jim Ratcliffe og Glazer-fjölskyldan gerðu slíkt hið sama þegar félagið komst í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta ári. Þá reyndi fyrirliðinn Bruno Fernandes að kaupa miða fyrir þá meðlimi starfsliðsins sem ekki fengu miða en forráðamenn félagsins leyfðu það ekki því það myndi líta illa út fyrir þá. Áður var venjan að félagið borgaði fyrir ferðina til Lundúna, gistingu og miða á völlinn en nú eru breyttir tímar. Þjálfarinn Rúben Amorim tók þetta hins vegar ekki í mál og vildi sýna stuðning í verki. Hann hefur því ákveðið að sjá til þess að allir starfsmenn geti tekið tvo aðila með sér á leikinn. Svo virðist sem hann hafi fengið það í gegn ólíkt Bruni á síðustu leiktíð. Í frétt ESPN um málið er bent á að París Saint-Germain hafi ákveðið að borga fyrir 600 starfsmenn félagsins á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ruben Amorim pays for Manchester United staff tickets for Europa League final after being told club would not fund trip to Bilbao https://t.co/YUve1Ek5TF— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 13, 2025 Man United og Tottenham mætast í Bilbao þann 21. maí næstkomandi. Sigurvegarinn stendur uppi sem Evrópudeildarmeistari og mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðin eru í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira