Innlent

Stór skjálfti rétt hjá Gríms­ey

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Jóhann K

Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð.

Skjálftinn varð klukkan 4:02 í nótt, en í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að stofnuninni hafi borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð á Norðurlandi.

Veðurstofan sendi jafnframt fjölmiðlum þetta kort sem sýnir hvar upptök skjálftans voru og áhrifasvæði hans.

Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×