Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2025 22:11 Airbus-breiðþota Air Greenland lenti í fyrsta sinn í Nuuk í lok nóvembermánaðar. KNR/skjáskot Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp opnun nýs Nuuk-flugvallar þann 28. nóvember síðastliðinn. Mannfjöldi safnaðist þá saman við flugvöllinn til að sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, svífa inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta lending farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Opnun vallarins sem alþjóðaflugvallar var sögð marka þáttaskil í samgöngum landsins við umheiminn. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Myndin er tekin úr flugvél Isavia við flugprófanir á vellinum.Isavia Það var fyrirfram vitað að flugvallarstæðið í Nuuk væri ekki jafn hagstætt og á gamla millilandavellinum í Kangerlussuaq, sem áður nefndist Syðri-Straumfjörður. Tölur sem Air Greenland hefur núna birt um raskanir vegna óveðurs í flugi frá Kaupmannahöfn til Nuuk hafa hins vegar reynst verri en flesta grunaði. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru 32 flugferðir sem ýmist þurfi að aflýsa eða flugvélin þurfti frá að hverfa. Á sama tíma í fyrra, þegar flogið var til Kangerlussuaq, var þetta aðeins ein ferð frá Kaupmannahöfn sem féll niður vegna veðurs. Þotan kvaddi gamla flugvöllinn formlega þann 26. nóvember síðastliðinn, tveimur dögum fyrir opnun vallarins í Nuuk, sem er mun berskjaldaðri gagnvart vindi og veðri en sá í Kangerlussuaq. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, segir þessar raskanir í Nuuk hafa verið óeðlilega miklar. Þær hafi haft gríðarleg áhrif á félagið og þyngt reksturinn. Þota Grænlendinga í flugtaki frá Kangerlussuaq þann 26. nóvember síðastliðinn í síðasta reglubundna áætlunarfluginu þaðan til Kaupmannahafnar.KNR/skjáskot Hann vill þó meina að þetta sé ekki það sem búast megi við í framtíðinni. Nýjar tæknilausnir á Nuuk-flugvelli muni gera það mögulegt að lenda þar jafnvel í mjög slæmu veðri. Þá séu truflanir á flugi í vetur ekki alfarið veðri um að kenna heldur megi að hluta skýra þær með því að starfsmenn félagsins séu enn að læra á breyttar aðstæður. Býst forstjórinn við að raskanir á flugi um Nuuk muni með tímanum ekki verða meiri en það sem telja megi eðlilegt. Grænland Fréttir af flugi Danmörk Veður Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp opnun nýs Nuuk-flugvallar þann 28. nóvember síðastliðinn. Mannfjöldi safnaðist þá saman við flugvöllinn til að sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, svífa inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta lending farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Opnun vallarins sem alþjóðaflugvallar var sögð marka þáttaskil í samgöngum landsins við umheiminn. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Myndin er tekin úr flugvél Isavia við flugprófanir á vellinum.Isavia Það var fyrirfram vitað að flugvallarstæðið í Nuuk væri ekki jafn hagstætt og á gamla millilandavellinum í Kangerlussuaq, sem áður nefndist Syðri-Straumfjörður. Tölur sem Air Greenland hefur núna birt um raskanir vegna óveðurs í flugi frá Kaupmannahöfn til Nuuk hafa hins vegar reynst verri en flesta grunaði. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru 32 flugferðir sem ýmist þurfi að aflýsa eða flugvélin þurfti frá að hverfa. Á sama tíma í fyrra, þegar flogið var til Kangerlussuaq, var þetta aðeins ein ferð frá Kaupmannahöfn sem féll niður vegna veðurs. Þotan kvaddi gamla flugvöllinn formlega þann 26. nóvember síðastliðinn, tveimur dögum fyrir opnun vallarins í Nuuk, sem er mun berskjaldaðri gagnvart vindi og veðri en sá í Kangerlussuaq. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, segir þessar raskanir í Nuuk hafa verið óeðlilega miklar. Þær hafi haft gríðarleg áhrif á félagið og þyngt reksturinn. Þota Grænlendinga í flugtaki frá Kangerlussuaq þann 26. nóvember síðastliðinn í síðasta reglubundna áætlunarfluginu þaðan til Kaupmannahafnar.KNR/skjáskot Hann vill þó meina að þetta sé ekki það sem búast megi við í framtíðinni. Nýjar tæknilausnir á Nuuk-flugvelli muni gera það mögulegt að lenda þar jafnvel í mjög slæmu veðri. Þá séu truflanir á flugi í vetur ekki alfarið veðri um að kenna heldur megi að hluta skýra þær með því að starfsmenn félagsins séu enn að læra á breyttar aðstæður. Býst forstjórinn við að raskanir á flugi um Nuuk muni með tímanum ekki verða meiri en það sem telja megi eðlilegt.
Grænland Fréttir af flugi Danmörk Veður Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24